Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 27
MORGUNN
105
Þegar þar er komið þroska mannsins, að hann er orðinn
hugsandi vera, sem hættur er að gefa sig á vald eðlishvöt-
um sínum skilyrðislaust, og finnur, að hann verður sjálfur,
vitandi vits, að taka sínar ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim,
er hann um leið kominn í mikinn vanda, sem stundum getur
stappað nærri fullkomnu öngþveiti. Og hvað er það þá, sem
einkum verður honum til hjálpar og björgunar?
Hið milda undur gerist, að í brjósti hans vaknar ný hvöt
og furðu máttug, sem dýrið aldrei hefur orðið vart við.
Þetta er trúarhvötin. Um hana má segja líkt og eðlishvöt-
ina, að við vitum ekki upphaf hennar, en tilgangur hennar er
ótvírætt sá, að verða mönnunum leiðarljós á lífsbrautinni
og aflvaki til starfs, æðri þroska og menningar. Þessi hvöt,
sem er séreign mannsins og sameign kynslóðanna, tel ég, að
réttilega eigi að bera heitið trúarhvöt eða trú, og hana beri
að aðgreina ljóst og skýrt frá því, sem nefnist trúarbrögð,
því þau eru aðeins birtingarform trúarinnar, ólík og mis-
munandi með hinum ýmsu þjóðum og síbreytileg frá einni
öld til annarrar.
Þar sem trúarhvötin er séreign mannsins, hlýtur hún að
vera nátengd þeim eigindum hans, sem einkum skilja hann
frá dýrunum. Áður hef ég drepið á það, að maðurinn skynj-
ar tímann miklu ljósar en dýrið, man fortíð sína og beinir
huga að framtíð sinni og því, sem í vændum er. Hann fer að
gera sér grein fyrir sjálfum sér sem sérstakri veru eða per-
sónu, frágreindri umhverfinu og öðrum mönnum. Þetta ger-
ir hann að ýmsu leyti einmana og óttasleginn. Náttúran og
öfl hennar, sem hann ekki skilur, vekja hjá honum í senn
forvitnilega furðu og óttablandna lotning. Hin vaknandi trú-
arhvöt í brjósti frummannsins beinist því einkum að því, að
reyna að ná valdi yfir öflum náttúrunnar og draga úr ógn-
andi mætti þeirra. Þessu marki hyggst hann í upphafi að ná
með svokölluðum töfrum (Magic). Ekki er tími til að lýsa
þeim hér. En þeir greindust einkum í tvennt: töframátt eftir-
líkingarinnar (Imitative Magic) og töframátt tengslanna
(
A.