Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 29

Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 29
MORGUNN 107 einnig ást og traust og þrá eftir nánara sambandi við guð- ina, er veiti kraft og styrk og blessun. Guðirnir setja mönn- unum lög, boð og bönn. Og hugsjónin verður sú, að reyna að líkjast þeim. Trúarhvötin er að verða meira og meira vit- andi vits, beinist að fjarlægum takmörkum og markmiðum. Hún verður að leiðarljósi, sem lýsir jafnvel út yfir gröf og dauða, og gerir hvort tveggja: að laða mennina og hvetja til fylira og fegurra lífs og að halda lægri hvötum þeirra í skef j- um, vegna óttans við guðlega refsingu. Áframhald þessarar þróunar er svo vitundin um einn Guð, sem á máttinn, vizkuna og kærleikann í æðstri fylling. Því æðri og fullkomnari sem guðshugmyndin verður, því meira gætir lotningar hjartans, traustsins og elskunnar í sam- bandi við trúarhvötina. Sagt er, að eðlishvöt dýrsins sé biind, og er það að því leyti rétt, að dýrið hlýðir henni án þess að gera sér, nema að sára litlu leyti, grein fyrir því, hvaða tilgangi hún þjónar. Hins vegar sýnir þróunarsagan, að þessari hvöt er í raun og veru ætlað það hlutverk af höfundi lífsins, að hjálpa dýrun- um til þroska og þróunar. Trúarhvöt mannsins er aftur á móti sjáandi að því leyti, að fyrir hana virðist manninum beinlínis opinberast grundvallarsannleikur tilverunnar, sem hvorki reynsla hans, skynsemi, né rökræn hugsun sýnist geta hafa leitt hann til. Tilvera Guðs er ekki venjuleg þekk- ing, sem aflað er á vísindalegan hátt, né sönnuð verður með áþreifanlegum rökum. Eigi að síður er hann raunverulegasti raunveruleikinn í sál mannsins. Ödauðleiki sálarinnar er einnig raunveruleiki, sem jafnvel frummanninum sýnist hafa verið í brjóst laginn löngu áður en skynsamleg rök og reynsla í þeim efnum komu til sögunnar. Siðgæðisvitundin virðist og vera eðlislæg, en ekki eingöngu afkvæmi hugsun- ar og hagnýtrar þekkingar. Og svo er um fleira. Traustið — trúartraust, eins og við oft nefnum það, er samgróinn þáttur trúarhvötinni og verður ekki frá henni skilinn, þegar fram í sækir. Þetta traust kemur í ljós hjá barninu gagnvart móður eða fóstru. Það er ekki sprottið af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.