Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 29
MORGUNN
107
einnig ást og traust og þrá eftir nánara sambandi við guð-
ina, er veiti kraft og styrk og blessun. Guðirnir setja mönn-
unum lög, boð og bönn. Og hugsjónin verður sú, að reyna að
líkjast þeim. Trúarhvötin er að verða meira og meira vit-
andi vits, beinist að fjarlægum takmörkum og markmiðum.
Hún verður að leiðarljósi, sem lýsir jafnvel út yfir gröf og
dauða, og gerir hvort tveggja: að laða mennina og hvetja til
fylira og fegurra lífs og að halda lægri hvötum þeirra í skef j-
um, vegna óttans við guðlega refsingu.
Áframhald þessarar þróunar er svo vitundin um einn Guð,
sem á máttinn, vizkuna og kærleikann í æðstri fylling. Því
æðri og fullkomnari sem guðshugmyndin verður, því meira
gætir lotningar hjartans, traustsins og elskunnar í sam-
bandi við trúarhvötina.
Sagt er, að eðlishvöt dýrsins sé biind, og er það að því
leyti rétt, að dýrið hlýðir henni án þess að gera sér, nema að
sára litlu leyti, grein fyrir því, hvaða tilgangi hún þjónar.
Hins vegar sýnir þróunarsagan, að þessari hvöt er í raun og
veru ætlað það hlutverk af höfundi lífsins, að hjálpa dýrun-
um til þroska og þróunar. Trúarhvöt mannsins er aftur á
móti sjáandi að því leyti, að fyrir hana virðist manninum
beinlínis opinberast grundvallarsannleikur tilverunnar, sem
hvorki reynsla hans, skynsemi, né rökræn hugsun sýnist
geta hafa leitt hann til. Tilvera Guðs er ekki venjuleg þekk-
ing, sem aflað er á vísindalegan hátt, né sönnuð verður með
áþreifanlegum rökum. Eigi að síður er hann raunverulegasti
raunveruleikinn í sál mannsins. Ödauðleiki sálarinnar er
einnig raunveruleiki, sem jafnvel frummanninum sýnist hafa
verið í brjóst laginn löngu áður en skynsamleg rök og
reynsla í þeim efnum komu til sögunnar. Siðgæðisvitundin
virðist og vera eðlislæg, en ekki eingöngu afkvæmi hugsun-
ar og hagnýtrar þekkingar. Og svo er um fleira.
Traustið — trúartraust, eins og við oft nefnum það, er
samgróinn þáttur trúarhvötinni og verður ekki frá henni
skilinn, þegar fram í sækir. Þetta traust kemur í ljós hjá
barninu gagnvart móður eða fóstru. Það er ekki sprottið af