Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 30
108 MORGUNN skynsemi barnsins né hugsun, heldur býr það í eðli þess. Þetta eðlisgróna traust mannsins má greina í þrennt, eftir því að hverju það beinist. 1 fyrsta lagi er það traust mannsins á sjálfan sig, trú á mátt sinn og megin, eins og forfeður okkar orðuðu það. Án þessa trausts er athafnalíf mannsins lamað. Hann treystir sér þá ekki til neins og finnst allir hlutir vera ómögulegir og honum um megn. Sjálfstraustið hvetur manninn fram til átaka og dáða og er honum hin mikilvægasta hjálp, ef því er stillt í skynsamlegt hóf. I öðru lagi er traustið á mennina. Það er grundvöllur sam- starfs og allra félagslegra átaka. Það er alrangt, að traustið sé sprottið af samstarfinu, enda þótt gott samstarf geti eflt það og aukið. Traustið er í eðli mannsins og hvetur hann til samskipta við aðra menn. Einsemdin er honum kvöl. 1 þriðja lagi er traustið á æðri máttarvöld, guði eða Guð. í þessu trausti finnur maðurinn fullnæging, huggun og hug- svölun. Lotningin, tilbeiðslan og bænin á rót sína í þessu trausti. Það veitir honum styrk í þrengingum og raunum. Það gefur honum bjartsýni á lífið, tilgang þess og takmark. Og það verður honum hin sterka hvöt til fegurra og full- komnara lífernis. Trúarhvötin eða trúin í hinni sönnu merkingu þess orðs er ekki áunninn eiginleiki mannsins, sem hann hefur eign- azt fyrir eigin vitsmuni, hugsun eða þekkingu. Hún er hon- um meðfædd líkt og eðlishvötin dýrinu. Og hún er jafnframt sá innri aflvaki, sem ræður lífsstefnu, breytni og þroska mannsins meira en nokkuð annað. Þetta sýnir sagan, ef hún er vendilega skoðuð. Þetta hefur hún staðfest öld eftir öld og gerir enn í dag. Að vísu er trúarhvötin misjafnlega sterk og áberandi með mönnum, en svo er líka um eðiishvöt- ina hjá dýrunum. En hjá öilum mönnum er hana þó að finna. Þegar Jesús talar um trú, á hann bersýnilega við trúar- hneigðina eða trúarhvötina í brjósti mannsins. Hann ræðir um mikla trú eða litla og á þá við styrkleika trúarhvatar- innar. Og hann gerir ekki lítið úr gildi þessa fyrir manninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.