Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 31

Morgunn - 01.12.1967, Page 31
MORGUNN 109 Hann heldur því meira að segja hiklaust fram, að trúin geti orðið svo máttug og sterk í mannsbrjóstinu, að engin takmörk séu fyrir því, hve miklu hún geti til leiðar komið. „Sá getur allt, sem trúna hefur,“ segir hann. Hún getur jafnvel flutt fjöll úr stað. Ég hef nú sýnt fram á það, að trúin eða trúarhvötin sé í raun og veru ein og öllum sameiginleg. Þar er sjálfur kjarn- inn óbreytilegur og í eðlið gróinn. Trúarbrögð, sem oft eru ranglega nefnd trú, eru hins vegar umbúðir mannanna um þennan kjarna, og þeir farvegir, sem trúarhvötinni er beint í hverju sinni. Þessar umbúðir eru margbreytilegar og far- vegirnir ólíkir. Trúarbrögðin eru mörg, þó trúarhvötin sé ein. Trúarbrögðin eru verk mannanna, en trúarhvötin er gjöf Guðs. Mörg trúarbragðanna eiga sér þekktan, söguleg- an uppruna, og eru beinlínis kennd við höfunda sína: Búddha, Múhamed o. s. frv. Svo er og um kristna trú, eins og allir vita. Trúarbrögð eru meira og minna samfellt, rökbundið kerfi kenninga og fullyrðinga. Og það er f jarri mér að gera lítið úr þeim né þýðingu þeirra. Vafalaust hafa þau og þær sterku og voldugu stofnanir og kirkjur, sem í skjóli þeirra hafa risið, yfirleitt haft örvandi og styrkjandi áhrif á trúarhvöt manna. Hinu verður þó ekki með rökum neitað, að vald þessara stofnana hefur oft verið herfilega misnotað. Dýrkun bók- stafsins og skilyrðislaus kx'afa urn samsinning trúarbragða- kenninganna hafa víða orðið fjötur á frelsi andans og leitt til hugsanakúgunar. Ti'úarbrögðin leiða menn þrásinnis til ofstækis og öfga, jafnvel haturs og hryllilegra ofsókna á hendur þeim, sem efuðust um sannleiksgildi játningari’it- anna eða aðhylltust önnur trúarbrögð. Auðfundin og ófá ei’u dæmin um þetta í trúarbragðasögunni. Þröngsýn trúarbrögð geta beinlínis veikt og lamað sjálfa trúarhvötina. Trúarbrögð er unnt að læra, enda eru þau víða kennd í skólum líkt og aðrar námsgreinar, einnig hér á landi. Trú- fi’æði (dogmatik) er einnig kennd í æðri skólum. En þessi kennsla nægir engan veginn til þess að gera menn trúaða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.