Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 32

Morgunn - 01.12.1967, Page 32
110 MORGUNN eða styrkja að ráði sjálfa trúarhvötina. Stundum getur hún jafnvel verkað öfugt á einstaklinginn. Þar gegnir svipuðu máli og um siðfræðina og lögfræðina. Siðfræðinám nægir engan veginn til þess að gera menn hreinlífa og siðferðilega sterka, fremur en lögfræðinámið nægir til þess að gera menn löghlýðna og ráðvanda. Hér þarf meira en þekkinguna og lærdóminn. Annars væri auðvelt að siðbæta mennina, ef ekki þyrfti annað til. Eins og eðlishvötin beinir athöfnum dýranna að ákveðn- um markmiðum, sem þeim að vísu eru ekki sjálfum ljós, þannig beinist og trúarhvöt manna að f jarlægum markmið- um og sannindum, sem eru ofar þekkingunni og liggja, ef svo mætti segja, á æðra sviði. Hún er það, sem lætur hann skynja annað og meira en það, sem skynfæri líkamans fá numið, og dregur hann að þessu með dularfullu en sterku afli. Á þennan hátt skynjar maðurinn sjálfan guðdóminn og dregst að honum. Hann skynjar sitt eilífa eðli og ábyrgð þess að lifa. Hann skynjar framtíðina, ekki sem markaða braut og óbreytilega, líkt og fortíðina, heldur sem óendan- lega möguleika, sem honum eru gefnir. Og hann skynjar sjálfan sig, ekki eins og hann er, heldur eins og hann getur orðið og á að verða, vegna þess að sjálfur Guð ætlast til þess af honum og viil hjálpa honum til þess. Hann skynjar hugsjónir, sem laða hann til sin. Hann skynjar þann vöxt og þroska, sem er ekki vöxtur og þroski iíkamans, heldur andans. Og trúarhvöt hans verður að sterkri þrá til þess að öðlast þetta allt. Og þá kem ég að lokum að þeirri mikilvægu spurningu: Er unnt að glæða og styrkja trúarhvöt mannsins og hafa veruleg áhrif á það, í hvaða og hvers konar farvegu hún beinist? Þetta er spurning, sem miklu meira máli skiptir um framtíð mannkynsins og framtíðarheill en við getum gert okkur grein fyrir í fljótu bragði. Því það er þessi hvöt — trúarhvötin — sem í raun og veru langmestu ræður um breytni og þroska mannsins. Enginn vafi er á því, að líkamleg skynjun getur orðið til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.