Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 33
MORGUNN
111
þess að efla og tendra trúarhvötina. Fegurð og tign hinnar
ytri náttúru orkar á sál okkar í þá átt. Hin stórfenglegu
musteri, þeir voldugu og fögru hljómar, sem hvelfingar
þeirra fylla, helgisiðirnir, reykelsisilmurinn, allt þetta ork-
ar á hugann, vekur trúarhvötina, lotninguna og tilbeiðslu-
þrána. Þetta hefur kaþólska kirkjan skilið og notfært sér
betur en sú lútherska.
Hin litla, látlausa kirkja getur einnig orkað á hugann,
vakið og styrkt trúarhvötina, ef í því húsi er að finna sam-
ræmi og tæra fegurð. Slík fegurð birtist ekki síður í hinu
yfirlætislausa og smáa. Hins vegar verkar tildrið og tilgerð-
in jafnan í öfuga átt. Þetta mættum vér íslendingar ekki sízt
hafa í huga.
Frá upphafi vega hafa táknrænir hlutir og myndir haft
sterk áhrif trúarhvötinni til eflingar og fært sjálfan guð-
dóminn, kraft hans og tign, nær mönnunum, ef svo mætti
segja. Því var það, að með þeim þjóðum, sem litu á Guð
fyrst og fremst sem hinn fjarlæga og heilaga himnaguð, sem
ekki mætti gera af neinar myndir og jafnvel ekki nefna hann
á nafn, fór svo, að trúarhvötin átti örðugra með að ná sam-
bandi við hann. Og af þessum sökum mun það einkum hafa
verið, að innan kaþólsku kirkjunnar færðist dýrkunin meðal
almennings í æ ríkara mæli yfir á Krist, heilaga Guðsmóður
og hina mörgu dýrlinga. Þeim voru reist sérstök ölturu, og
fyrir framan myndir þeirra kveiktu menn á kertum sínum
og fluttu þeim heitar bænir. Þar fundu menn dularfulla ein-
ing hins guðlega og mannlega, og fyrir það varð sambandið
innilegra og áhrifin sterkari og fyllri.
Það er staðreynd, studd af langri reynslu, að trúarhvöt
mannsins, sem ekki er blind eins og eðlishvöt dýrsins, heldur
sjáandi, þarf jafnan að geta eygt tilbeiðsluefni sitt að ein-
hverju leyti, skynjað það í myndrænu formi, hvort heldur
það er guðdómurinn sjálfur, hugsjón eða takmark til þess
að þrá og keppa að, eða fyrirmynd til þess að dá og tigna.
Þannig er þetta enn í dag. Trúarhvötin er enn lifandi og
sterk í brjóstum mannanna. Það er ekki unnt að kæfa hana