Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 34
112
MORGUNN
vegna þess, að hún er okkar innsta eðli samgróin. En það
er líka staðreynd, sem vert er að gefa gaum, að hún fær
ekki fullnægingu í þunglamalegum og oft þrautleiðinlegum
stólræðum prestanna né heldur í aldagömlum játningum,
jafnvel þó það takist með ærinni fyrirhöfn að kenna ungling-
unum eitthvað af þeim utanbókar. Um þetta ber þverrandi
kirkjusókn víða um heim órækt vitni.
Þegar svo er komið, leitar trúarhvötin sér útrásar annars
staðar. Og þá getur svo farið, að hún lendi í þá farvegu, sem
eru ekki aðeins óæskilegir, heldur beinlínis skaðlegir og
hættulegir. Ég nefni í þessu sambandi Hitlers-dýrkunina,
Stalín-dýrkunina og nú síðast hina öfga- og ofsafengnu
dýrkun Maos formanns í Kínaveldi. Einnig má minna á ýms-
ar öfgar í skemmtanalífinu, áróður flokkanna í stjórnmál-
um, þar sem róleg íhugun og sjálfstæð dómgreind er látin
lönd og leið, en taumlaus æsing og múgsef jun fær yfirhönd-
ina. Hér eru ljós dæmi þess, hvernig unnt er að hagnýta sér
trúarhvöt manna í annarlegum tilgangi og jafnvel beinlínis
í þjónustu þess illa.
Þessar og fleiri hættur í sambandi við ófullnægða trúar-
hvöt fólksins, verða allir hugsandi menn, og þá ekki sízt
prestarnir, að gera sér ljósar og hef jast handa um úrbætur,
áður en það er orðið um seinan. Og ég er í engum vafa um
það, að á þessum sviðum er unnt að áorka miklu, ef vilji og
vit er fyrir hendi og rétt og skynsamlega er að farið.
Við höfum flest orðið sjónar- og heyrnarvottar að endur-
teknum staðreyndum þess, að tekizt hefur í mörgum lönd-
um á skömmum tíma með hjálp vaxandi og voldugra tækja
að beina trúarhvöt milljónanna að dýrkun dauðlegra manna
og gera þá að leiðtogum og guðum fólksins, ekki til þess að
hef ja hugina hærra, heldur til þess að draga þá niður á svið
dýrsins, vekja upp haturshug og grimmd og æsa til ofstækis
og hryðjuverka, viðbjóðslegri og stórfelldari en sagan áður
hafði dæmi um. En úr því að unnt reyndist að misnota trúar-
hvötina svo herfilega til tjóns og smánar og eyðileggingar,
og þvert í gegn því, sem henni hlýtur að hafa verið ætlað, er