Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Side 36

Morgunn - 01.12.1967, Side 36
114 MORGUNN alls sem er, og sem við megum treysta skilyrðislaust, sem er sá leiðtogi og sú fyrirmynd, sem trúarhvöt heilbrigðs manns þráir. Hinn deyjandi Kristur miðaldaguðfræðinnar, kross- festur og píndur að vilja Guðs til þess að líða saklaus fyrir seka, til þess að fullnægja réttlæti endurgjaldsins og frið- þægja fyrir syndir og á þann veg sætta mennina við Guð og forða þeim frá eilífri glötun — mynd hans getur að vísu orkað sterkt á vissa þætti tilfinningalífsins, og gerir það vafalaust. En það er hinn lifandi, starfandi Kristur, ímynd hins algóða Guðs og fullkomna manns í senn, sem orðið get- ur mönnunum hin eilífa fyrirmynd, sem trúarhvötinni hæfir og verður sá aflvaki í sálinni, sem knýr manninn áfram á hinni réttu braut þroska og göfgunar. Þetta verður kirkjan að skilja og starfa í þeim anda. Ann- ars missir hún áhrifavald sitt yfir hjörtum manna, og fleiri og fleiri snúa við henni bakinu og leita trúarhvöt sinni full- nægingar annars staðar. Trúarhvötin er mönnunum gefin til þess að laða þá og lýsa þeim fram til fyllri þroska og varanlegri hamingju. Hana má aldrei hneppa í fjötra þröngsýninnar, né leiða hana afvega til hagsmuna og aukinna valda hinna fáu. Hún á enn sem fyrr að knýja menn fram í leitinni að ljósi og sannleika. Og til þess að svo megi verða, þarf að beita þeim aðferðum, sem áhrifamestar reynast, og þeim tækjum og þeirri tækni, sem nútíminn hefur yfir að ráða til þess að beina trúarhvötinni í þá átt, sem einstaklingum megi verða til mestra heilla og hamingju. Hin æðsta lífshugsjón, sem við þekkjum, er hinn lifandi, starfandi Kristur, hann, sem enn sýnir okkur föðurinn him- neska, hann, sem enn leiðir í ljós lífið og ódauðleikann. Fagn- aðarerindi hans, einfalt og auðskilið, bjart eins og heiðríkjan, hlýtt eins og sólskinið, það er enn kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir. Á þetta mega úreltar erfikenning- ar aldrei skyggja, né heldur má draga úr áhrifum þess með því að boða það í þvi formi og klæða það þeim búningi, sem löngu er orðinn máður og slitinn, og menn fella sig ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.