Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 41
MORGUNN
119
Iilutskyggni.
Hlutskyggni Estellu Robei’ts kemur einkum fram á tvenn-
an hátt. Ýmist segir hún sögu ákveðins hlutar, eftir að hafa
farið höndum um hann, eða hún fær í hendur hlut, sem er
svo vendilega gengið frá í traustum umbúðum, að engin
leið er að finna, sjá eða segja, hvaða hlutur þetta er. Eigi
að siður lýsir hún hlutnum hiklaust, eins og hafi hún hann
fyrir augunum.
Hún heldur því fram, að í sambandi við alla efniskennda
hluti, sé að ræða um einhvers konar geislun. Þeir smitist, ef
svo mætti segja, af útgeislun frá umhverfi sínu, en þó sér-
staklega frá því fólki, sem handleikur þá oft, ber þá á sér,
eða hugsar mikið um þá og það, sem gerzt hefur í sambandi
við þá. Þessa geisla geymi hlutirnir í sér oft óralangan tíma.
Og jafnframt stafi þá fi’á þeim áhrif, að vísu misjafnlega
sterk, sem hinn hlutskyggni verður var við, er hann hand-
leikur þá, eða er í návist þeii’ra.
Hún segir, að hlutskyggni sé í raun og veru ólík bæði dul-
heyrn og dulskyggni. Hún kveðst ekki heyra neinar raddir
né heldur sjá ákveðnar myndir eða sýnir í sambandi við þá
hluti, sem hún fær í hendur. Vitneskja um hlutinn og sögu
hans berist til sín á einhvern þann hátt, sem hún geti ekki
gert grein fyrir. Hún viti bara allt í einu, að þetta sé svona.
Hér eru þrjár sögur um hlutskyggni frú Estellu Roberts.
Hrafntinnumolinn.
Einhverju sinni var ég boðin til kvöldverðar til konu, fi’ú
Hackney að nafni. Við höfðum hitzt nokkrum sinnum, og
mér féll mjög vel við hana. En þetta var í fyrsta skipti, sem
ég kom þangað heim, og eiginmann hennar hafði ég aldrei
séð fyrr en nú.
Að lokinni máltíð lagði húsbóndinn ofurlítinn hrafntinnu-
mola í lófa minn og spurði, hvort ég yrði nokkurs vör í sam-
bandi við hann. Ég fann áhrifin þegar í stað og sagði hon-