Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 42
120
MORGUNN
um, að steinn þessi mundi hafa legið lengi djúpt í jörðu, og
sennilega væri hann hluti af einhverju ævafornu áhaldi,
líklega öxi.
Herra Hackney þótti þetta harla merkilegt. Hann sagðist
vera námaverkfræðingur. Og einu sinni, þegar hann hefði
verið að athuga námagöng djúpt í jörðu, hefði hann af ein-
hverri rælni tekið þar þennan stein og haft heim með sér.
Sjálfur kvaðst hann ekki vera nógu vel að sér til þess að
geta sagt, hvort um brot úr steinaldaröxi væri að ræða. En
til þess að ganga úr skugga um, hvort svo væri, hefði hann
sent hrafntinnumolann til sérfræðings við British Museum.
Þar hefði hann fengið staðfestingu á, að svo væri.
Marmarateningurinn.
öðru sinni var það við hlutskyggnitilraunir, að settur var
fyrir mig bakki, sem á var raðað um það bil þrjátíu smá-
hlutum, og var númer á hverjum hlut, svo ekki færi neitt á
milli mála um eiganda hvers þeirra um sig. Ég tók af handa-
hófi hvítan marmaratening, sem var á stærð við sykurmola.
Gat ég þegar í stað sagt, hver væri eigandi hlutarins, maður,
sem ég alls ekki þekkti, en var þarna viðstaddur. Ég sagði
honum, að hann væri vanur að bera þennan litla hluta á sér
til minningar um látna konu sína, sem jarðsett hefði verið
suður á Italíu. Hann hefði tekið steininn af gröfinni, og hefði
hann legið við fótagafl hennar. Þetta reyndist hárrétt. —
Þannig gat steinninn talað.
Hvað var í bögglinum?
Að þessari frásögn er sá formáli, að læknir nokkur sat
hjá mér miðilsfund vegna konu, sem hann þekkti, og búsett
var vestur í Canada. Á fundinum kom það fram, að maður
þessarar konu hefði framið sjálfsmorð og með hvaða hætti
það hefði gerzt. Hann skrifaði skýrslu um fundinn og las
hana fyrir mig, áður en hann sendi hana vestur. Jafnframt