Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 44
122
MORGUNN
um voru, er hún setti hann í póst þar. Jafnhliða sendi hann
henni bréf, þar sem hann skýrði frá, hvað ég hefði sagt um
innihaldið. Þau orð mín reyndust nákvæmlega sönn og rétt.
Ég hygg, að þetta hafi hlotið að nægja til þess að sannfæra
konuna. Enda má segja, að f jarhrif hafi verið útilokuð á milli
mín og hennar. Við vorum gersamlega ókunnugar, áttum
heima sín í hvorri heimsálfu. Og hún gat með engu móti
haft hugmynd um það, hvenær hinn innsiglaði böggull kæmi
mér í hendur.
Hvarf Monu Tinsley.
Árið 1937 hvarf tíu ára gömul telpa, Mona Tinsley, frá
heimili sínu í Newark. Lögreglan hóf þegar mikla leit að
barninu, foreldrarnir voru að vonum yfirkomin af harmi
vegna dótturmissisins, og blöðin ræddu um þetta dularfulla
hvarf á hverjum degi.
Þá var það, að einn vina Estellu Roberts, rithöfundurinn
Douglas Sladen, hringdi til hennar og bað hana í öllum bæn-
um að reyna að gera eitthvað til þess að hjálpa til að upplýsa
hvarf litlu stúlkunnar. Og enda þótt henni væri mjög þvert
um geð að blanda sér á nokkurn hátt í svo viðkvæmt mál, og
eiga fyrir það á hættu að hafa ekki frið fyrir fréttasnötum
blaðanna, mat hún þó hitt meira, ef hún á þennan hátt gæti
orðið foreldrunum að einhverju liði.
Þess vegna skrifaði hún lögregluforingjanum í Newark-
on-Trent, sagðist ef til vill geta veitt hinum harmþrungnu
foreldrum einhverja huggun, ef hann vildi senda sér kjól af
týndu telpunni eða annað fat, sem hún hefði átt og notað.
,,Ég fékk svar um hæl,“ segir Estella, „frá Barnes lög-
regluforingja, og böggul frá foreldrum barnsins, sem hafði
þótt mjög vænt um, að ég vildi reyna að hjálpa þeim. En
hann tók það fram í bréfinu, að hann óskaði eftir því, að
hann vildi ekki láta bendla lögregluna opinberlega við það,
að hún hefði óskað aðstoðar minnar. Þar var ég honum sjálf
hjartanlega sammála.
1 bögglinum var ljósrauður silkikjóll af Monu litlu. Um