Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Side 44

Morgunn - 01.12.1967, Side 44
122 MORGUNN um voru, er hún setti hann í póst þar. Jafnhliða sendi hann henni bréf, þar sem hann skýrði frá, hvað ég hefði sagt um innihaldið. Þau orð mín reyndust nákvæmlega sönn og rétt. Ég hygg, að þetta hafi hlotið að nægja til þess að sannfæra konuna. Enda má segja, að f jarhrif hafi verið útilokuð á milli mín og hennar. Við vorum gersamlega ókunnugar, áttum heima sín í hvorri heimsálfu. Og hún gat með engu móti haft hugmynd um það, hvenær hinn innsiglaði böggull kæmi mér í hendur. Hvarf Monu Tinsley. Árið 1937 hvarf tíu ára gömul telpa, Mona Tinsley, frá heimili sínu í Newark. Lögreglan hóf þegar mikla leit að barninu, foreldrarnir voru að vonum yfirkomin af harmi vegna dótturmissisins, og blöðin ræddu um þetta dularfulla hvarf á hverjum degi. Þá var það, að einn vina Estellu Roberts, rithöfundurinn Douglas Sladen, hringdi til hennar og bað hana í öllum bæn- um að reyna að gera eitthvað til þess að hjálpa til að upplýsa hvarf litlu stúlkunnar. Og enda þótt henni væri mjög þvert um geð að blanda sér á nokkurn hátt í svo viðkvæmt mál, og eiga fyrir það á hættu að hafa ekki frið fyrir fréttasnötum blaðanna, mat hún þó hitt meira, ef hún á þennan hátt gæti orðið foreldrunum að einhverju liði. Þess vegna skrifaði hún lögregluforingjanum í Newark- on-Trent, sagðist ef til vill geta veitt hinum harmþrungnu foreldrum einhverja huggun, ef hann vildi senda sér kjól af týndu telpunni eða annað fat, sem hún hefði átt og notað. ,,Ég fékk svar um hæl,“ segir Estella, „frá Barnes lög- regluforingja, og böggul frá foreldrum barnsins, sem hafði þótt mjög vænt um, að ég vildi reyna að hjálpa þeim. En hann tók það fram í bréfinu, að hann óskaði eftir því, að hann vildi ekki láta bendla lögregluna opinberlega við það, að hún hefði óskað aðstoðar minnar. Þar var ég honum sjálf hjartanlega sammála. 1 bögglinum var ljósrauður silkikjóll af Monu litlu. Um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.