Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Síða 45

Morgunn - 01.12.1967, Síða 45
MORGUNN 123 leið og ég handlék kjólinn, varð ég þess fullviss, að litla stúlk- an var dáin. I þessu sambandi vil ég geta þess, að gamli hund- urinn minn lá á teppi sínu og svaf vært. En um leið og ég fann, að Mona var dáin, stökk hann á fætur, æddi aftur og fram um stofugólfið og lét svo illa, að ég varð að loka hann inni í öðru herbergi. Ég hef oft orðið þess vör, að dýr eru afar næm fyrir dulrænum áhrifum og jafnvel skyggn. Með hjálp stjórnanda míns, Red Cloud, komst ég síðan í samband við Monu litlu, sem sagðist hafa verið flutt í lítið hús, og þar hefði hún verið deydd með því að kæfa hana. Hún lýsti húsinu, sagði að öðrum megin við það væri skurð- ur með vatni í, en á bak við það akur. Kirkjugarður væri þarna örskammt frá, og veitingahús í grenndinni, og sæist þangað frá húsinu. Mér fannst ég fara um kirkjugarðinn, yfir einhverja brú og þaðan yfir akurlendi, unz ég kom að á. Lengra komst ég ekki. Þessar myndir voru svo skýrar í huga mínum, að ég lét ritara minn síma til Newark og segja lögreglunni þar frá þessu. Þessi lýsing virtist koma svo vel heim við staðhætti, þar sem barnið hvarf, að lögreglan bað mig þegar í stað að koma til Newark. Þeir skyldu láta bifreið bíða mín þar á járnbrautarstöðinni og fara með mér á staðinn. Áhugi minn var nú vaknaður á málinu, og ég ákvað að fara. Tveir lögregluþjónar biðu mín á stöðinni. Þeir óku mér að litlu húsi, sem ég þegar í stað kannaðist við, þó ég hefði aldrei fyrr litið það líkamlegum augum. Við gengum upp stiginn að aðaldyrunum. En þá brá svo við, að mér fannst ég vera knúin til að snúa af leið, ganga meðfram húsinu, unz ég fann aðra hurð. Hún var ólæst, og ég fór inn. Húsið var algjörlega autt og tómt, ekki snefill af húsgögnum af nokkru tagi. Ég ráfaði upp stigann. Uppi á lofti voru tvö herbergi. Ég varð einskis vör í fremri stofunni. En í innri kompunni, þar sem vatnsgeymirinn var, fann ég greinilega áhrif frá Monu litlu. Síðan gekk ég aftur niður stigann. Á neðri hæð- inni voru tvær stofur. 1 fremri stofunni hafði Mona verið. Á því var enginn vafi. Ég heyrði hana segja mér það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.