Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 48

Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 48
126 MORGUNN „Já,“ svaraði ég. „Þér eruð með eiturglas í vasanum. Það væri bezt fyrir yður að fá mér það umyrðalaust." Hann snerist illa við og sagði: „Eitur? Ég hef ekkert eitur.“ „Jú, þér hafið það víst. Og ætlið ekki að nota það í góðum tilgangi. Fáið mér það.“ Og ég rétti fram höndina til þess að taka við glasinu. Hann leit hvasst á mig góða stund. Svo var eins og hon- um félli allur ketill í eld og hann sagði: „Úr því þér vitið um eiturglasið, er þá ekki bezt, að þér fáið rakhnífinn líka?“ Og hann rétti mér hvorutveggja. „Segið mér nú allt eins og er,“ sagði ég. Hann yppti öxlum kæruleysislega og sagði: „Það er þessi gamla saga,“ sagði hann svo. „Ekkert að gera. Engir peningar. Engin von. Engin ráð. Það var skárra á meðan konan lifði. Auðveldara fyrir tvo að bera byrðarn- ar. En þegar hún dó, var allur kjarkur minn þrotinn. Ég hafði ekki einu sinni kjark til að fyrirfara mér. Það er ekki eins auðvelt og maður heldur. Fyrst ætlaði ég að nota rak- hnífinn. Svo komst ég yfir glasið að tarna. Það var þó að minnsta kosti þokkalegri aðferð.“ Hann þagnaði um stund, en hélt svo áfram: „1 kvöld sat ég á bekk hérna úti í einum garðinum. Ég var þá ákveðinn í að súpa á glasinu. Mig vantaði bara herzlu- muninn. Þá kemur dagblað fjúkandi og þvælist um fótinn á mér. Ég tek það upp. Þar stóð með feitu letri þessi fyrir- sögn: Þér getið talað við látna ástvini yðar. Þar var manni vísað á að fara hingað. Aðgangur var ókeypis. Svo mér datt í hug að fara inn. Það var þó hlýrra þar en úti. Og betra að bíða með hitt, þangað til dimmt væri orðið. Og ef ég gæti talað þarna við konuna mína sálugu, þá gæti hún sagt mér, hvort henni liði betur þarna fyrir handan en mér hér. Svona hugsaði ég og fór inn. Þetta er dagsatt, og ég get ekki sann- ara orð talað.“ Við efuðumst ekki um, að hann segði satt. Og Swaffer,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.