Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 50
128
MORGUNN
mín hefur lesið blaðið yðar, og hún hefur beðið þess heitt
og innilega, að hinn mikli stjórnandi, Red Cloud, hjálpaði
mér til að komast hér í samband."
1 blaði um sálarrannsóknir, sem ég þá var ritstjóri að,
hafði ég minnzt á fundi hjá Estellu Roberts. Ég kvaðst
skyldu koma boðum til móður hennar þegar næsta dag.
„Segðu mömmu, að ég sé með löngu fléttingana ennþá.
Ég er tuttugu og tveggja ára og bláeygð. Segðu henni, að
mig langi til að hún komi hingað. Geturðu náð í hana. En
hún er ekki rík,“ bætti hún við. „Hún er bláfátæk.“
„Ég skal reyna, hvað ég get,“ svaraði ég.
„Henni líður illa,“ hélt Bessy áfram. „Hún segist hafa
misst okkur fyrir fullt og allt. Þú ætlar að hjálpa henni —
er það ekki? Guð blessi þig, ef þú gerir það. Og ég þakka
þér — þakka þér þúsund sinnum.“
„En ég þarf að vita, hvar hún á heima. Annars get ég
ekki komið boðum til hennar,“ sagði ég
Svarið kom hiklaust.
„Ég skal segja þér það. Hún á heima í Canterbury Street
14 í Blackburn.“
Ég sagði þá við Red Cloud: „Eru ekki þúsundir mæðra,
sem þrá huggun á sama hátt og þessi kona?“
„Jú. En ég hef ekki ráð nema á þessum eina farvegi til
þess,“ svaraði hann dálítið dapurlega.
„Hefurðu nokkuð á móti því, að henni verði boðið hingað
á næsta fund?“ spurði ég.
„Ég? — Það er undir þér komið,“ sagði hann.
Ég hafði aldrei heyrt getið um Bessy Manning. Ég hafði
ekki hugmynd um hver móðir hennar var, eða hvort hún
ætti heima þarna í Blackburn. En reynsla mín af Red Cloud
var slík, að ég efaðist ekki um, að skilaboðin væru rétt.
Morguninn eftir sendi ég frú Manning í Canterbury Street
14 í Blackburn eftirfarandi símskeyti: „Bessy, dóttir yðar,
talaði við okkur í gærkveldi á fundi með Red Cloud.“
Ég fékk ekkert svar og sendi því annað skeyti. Tveim dög-