Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Síða 52

Morgunn - 01.12.1967, Síða 52
130 MORGUNN Ég kom því til leiðar, að frú Manning kæmi til Lundúna til þess að sitja fund hjá frú Roberts. Ég sótti hana á St. Pancras stöðina og ók henni til Teddington, þar sem fund- urinn var haldinn. Fljótlega eftir að fundur hófst, heyrðist rödd Bessyar í lúðrinum, og var henni mikið niðri fyrir. „Mamma! Þetta er Bessy,“ kallaði hún. Og hún var í svo mikilli geðshræringu, á meðan á samtalinu stóð, að iúður- inn datt niður hvað eftir annað, sem sýndi, að hún hafði ekki fullt vald á kraftinum. „Þetta er dásamlegt, Bessy,“ sagði móðir hennar. „Þú veizt, hvað mér þykir vænt um þig.“ „Já, það er undursamlegt. Guð blessi þig, mamma mín. Segðu pabba, að hann skuli engar áhyggjur hafa. — Við Tommy erum hérna bæði. Hann langar til að tala við þig. Ég er svo æst og glöð. Ég get ekki komið orðum að þvi, sem ég vildi segja.“ „Reyndu að vera róleg, elskan. Talaðu við mömmu. Ertu ekki stundum heima hjá okkur?“ „Þú veizt, að ég er það. Ég sé þig oft, þegar þú ert að taka myndina af mér niður af þilinu og kyssa hana.“ Frúin sagði mér á eftir, að þetta væri alveg satt. Hún væri oft að tala við myndina af dóttur sinni og kyssa hana. „Þú varst að tala við pabba í morgun um stígvélin hans, var það ekki, mamma?“ >,Jú!“ „Þú sagðir, að það þyrfti að gera við þau?“ „Já. Ég veit hvað þú átt við.“ Einu sinni varð mér það, að segja við hraðritarann, sem skrifaði jafnóðum það, sem sagt var, að hún hefði sagt: Móðir mín. Þetta leiðrétti Bessy undireins og sagði: „Nei. Ég sagði: mamma." Enn ein sönnun kom fram, þegar hún minntist á perlu- festina, sem móðir hennar hafði um hálsinn. Hún sagðist sjálf hafa átt hana og stundum haft hana um hálsinn. Það var rétt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.