Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 52
130
MORGUNN
Ég kom því til leiðar, að frú Manning kæmi til Lundúna
til þess að sitja fund hjá frú Roberts. Ég sótti hana á St.
Pancras stöðina og ók henni til Teddington, þar sem fund-
urinn var haldinn.
Fljótlega eftir að fundur hófst, heyrðist rödd Bessyar í
lúðrinum, og var henni mikið niðri fyrir.
„Mamma! Þetta er Bessy,“ kallaði hún. Og hún var í svo
mikilli geðshræringu, á meðan á samtalinu stóð, að iúður-
inn datt niður hvað eftir annað, sem sýndi, að hún hafði
ekki fullt vald á kraftinum.
„Þetta er dásamlegt, Bessy,“ sagði móðir hennar. „Þú
veizt, hvað mér þykir vænt um þig.“
„Já, það er undursamlegt. Guð blessi þig, mamma mín.
Segðu pabba, að hann skuli engar áhyggjur hafa. — Við
Tommy erum hérna bæði. Hann langar til að tala við þig.
Ég er svo æst og glöð. Ég get ekki komið orðum að þvi, sem
ég vildi segja.“
„Reyndu að vera róleg, elskan. Talaðu við mömmu. Ertu
ekki stundum heima hjá okkur?“
„Þú veizt, að ég er það. Ég sé þig oft, þegar þú ert að taka
myndina af mér niður af þilinu og kyssa hana.“
Frúin sagði mér á eftir, að þetta væri alveg satt. Hún væri
oft að tala við myndina af dóttur sinni og kyssa hana.
„Þú varst að tala við pabba í morgun um stígvélin hans,
var það ekki, mamma?“
>,Jú!“
„Þú sagðir, að það þyrfti að gera við þau?“
„Já. Ég veit hvað þú átt við.“
Einu sinni varð mér það, að segja við hraðritarann, sem
skrifaði jafnóðum það, sem sagt var, að hún hefði sagt:
Móðir mín. Þetta leiðrétti Bessy undireins og sagði: „Nei.
Ég sagði: mamma."
Enn ein sönnun kom fram, þegar hún minntist á perlu-
festina, sem móðir hennar hafði um hálsinn. Hún sagðist
sjálf hafa átt hana og stundum haft hana um hálsinn. Það
var rétt.