Morgunn - 01.12.1967, Síða 53
MORGUNN
131
„Það var mikið áfall fyrir þig, mamma, þegar Tommy
fórst,“ sagði hún að lokum. Þá greip Red Cloud fram í og
sagði, að hún væri með piltinn með sér. Og svo bætti hann
við eins og óafvitandi: „Hann heitir eftir pabba sínum.“
Það reyndist einnig vera rétt.
Síðan segir Barbanell frá einkafundi, sem Estella hélt
fyrir frú Manning. Þar komu enn fram nýjar sannanir. Enn-
fremur tilfærir hann langt bréf frá frúnni, þar sem hún stað-
festir það, sem sagt hefur verið frá hér að framan, og hversu
óendanlega mikils virði henni hafi verið að fá þessar sann-
anir.
Nú líða allmörg ár. Heimsstyrjöldin síðari skall á. Fundir
hjá frú Estellu Roberts féllu niður að mestu leyti um all-
langan tíma. Nokkru eftir að þeir hófust á ný, segir Bar-
banell, gerðist það, að Red Cloud sagði, að þar væri gestur,
sem vildi tala við hann. Síðan kom rödd í lúðurinn, sem sagði:
„Þú hjálpaðir mér einu sinni til þess að ná sambandi við
dóttur mína.“
Um leið mundi hann eftir frú Manning og kannaðist við
rödd hennar. Síðan hélt hún áfram:
„Þau eru hérna bæði hjá mér, Tommy og Bessy. Mig
langar til að biðja þig að koma kveðju til fólksins míns. Ég
veit, að því þykir svo vænt um það.“
Barbanell kvaðst þegar hafa skrifað til fólksins í Canter-
burystræti 14 í Blackburn, en fengið bréfið endursent með
áritun um að fólkið væri flutt þaðan. En nokkru seinna
fékk hann bréf frá konu að nafni J. Smith. Sagði hún, að
sér hefði verið send úrklippa úr blaði, þar sem verið hefði
fyrirspurn frá mér um frú Manning.
„Ég er yngsta dóttir hennar,“ skrifar hún. „Og þegar ég
sá í blaðinu, að þér hefðuð náð sambandi við móður mina,
hafði það meiri áhrif á mig en ég get lýst. Ég hágrét. Og ég
blygðaðist mín fyrir það, að hafa örvænt um það, að mér
mundi nokkurn tima auðnast að fá frét.tir af elsku mömmu
minni.“
Hún kvað móður sína hafa orðið bráðkvadda. Hún hefði