Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 55
Dulrænar sögur
☆
Spátréð.
Þessa sérkennilega sögu hefur Jóhannes Guðmundsson
kennari skrásett. Sögumaður hans var Þórarinn Stefánsson
hreppstjóri og bóksali á Húsavík, sem látinn er fyrir fáum
árum. Hann segir svo frá:
Amma mín, Guðbjörg Guðmundsdóttir að Grásíðu í Keldu-
hverfi, sagði mér eftirfarandi sögu. Var ég þá nokkuð á legg
kominn, sennilega 10—12 ára. Varð mér sagan minnisstæð.
Þegar hún var unglingur, lítið yfir fermingaraldur, var
hún fengin til þess að vaka yfir veikri konu, er Þórdís hét,
og var þá orðin gömul. Hún hafði verið gift Rafni Jónssyni,
og var þeirra sonur Jósías, er kenndur var við Kaldbak, og
var móðurfaðir Karls Kristjánssonar alþingismanns. Þórdís
átti lítinn kistil með lausu loki, og hafði hún hann jafnan til
fóta í rúmi sínu.
Eina nóttina, þegar amma mín vakti hjá Þórdísi, sá hún,
að lokið lyftist skyndilega af kistlinum og heyrði hún greini-
lega nokkurn smell, er það féll aftur niður á kistilinn. Vakti
hún athygli gömlu konunnar á þessu. Segir þá Þórdís: „Það
er spátré í þessum kistli. Og nú er hann að spá því, að ég
sé feig.“
Þetta reyndist sannmæli. Fáum dögum síðar andaðist
gamla konan. En áður hafði hún gefið ömmu minni kistil-
inn. Var hann jafnan til fóta í rúmi hennar, og hafði hún á
honum miklar mætur.
Nú líða nokkur ár. Amma mín var orðin gömul og farin
að heilsu. Þá er það síðari hluta dags, að ég kem þreyttur