Morgunn - 01.12.1967, Page 57
MORGUNN
135
Þetta varð til þess, að „andatrúin“, sem svo var þá köll-
uð, barst æði oft í tal á milli okkar á verkstæðinu. Var
nokkurt kapp í þeim umræðum á stundum, en þó oftast með
léttum blæ. Einar taldi sig vera efnishyggjumann og sagðist
enga trú hafa á svona tilraunum, né heldur á framhaldslífi
eftir dauðann.
Þegar við skildum um vorið, sagði ég Einari, að ef ég dæi
á undan honum, skyldi ég heimsækja hann, svo fljótt sem
mér væri unnt, gerast húsdraugur hjá honum, unz hann
yrði að láta sannfærast. Nefndi ég votta að þessu heiti mínu,
þrjá menn lifandi og þrjá dauða. Einar hét því þá í móti, að
koma til mín og birtast mér, ef honum yrði þess auðið, og
dæi hann á undan mér.
Veturinn 1918—1919 dvaldi ég á Sauðárkróki. Fyrri hluta
þess vetrar barst til Reykjavíkur spánska veikin svonefnda
og varð fjölda manna að bana, eins og kunnugt er. Frétti ég
að sunnan, að á meðal þeirra, sem látizt hefðu, væri Árni B.
Björnsson gullsmiður. Hann var góður kunningi minn og
sannfærður spiritisti. Datt mér þá í hug, að ég skyldi vaka
næstu nótt til þess að freista þess, hvort mér tækist að sjá
hann eða ná sambandi við hann. Þetta gerði ég, vakti einn
í vinnustofu minni og lét loga þar dauft á litlum olíulampa.
Um tvöleytið þessa nótt, þóttist ég verða þess var, að eitt-
hvað væri í þann veginn að gerast. Svo sé ég, að maður stend-
ur á stofugólfinu. En það var ekki Árni. Það var Einar Ólafs-
son. Hann gengur inn gólfið, að smíðabekknum, styður oln-
boganum á skrúfstykkið, en hönd undir kinn og horfir stöð-
ugt á mig. Ég sat á baklausum stól, gat því hvorki hallað
mér aftur á bak né heldur stutt mig við stólbríkur. Ég gat
því ekki hafa sofnað í stólnum, enda fann ég, að ég var glað-
vakandi. Ég deplaði augunum hvað eftir annað til þess að
ganga úr skugga um, að hér væri ekki um missýningu að
ræða. Stundum leit ég í aðra átt andartak, en þegar ég leit
við, stóð Einar á sama stað við skrúfstykkið og starði á mig.
Þannig leið tíminn. Við horfðumst í augu, en hvorugur
sagði orð. Eigi að siður fannst mér tíminn undarlega fljótur