Morgunn - 01.12.1967, Side 58
136
MORGUNN
að líða. Mér hafði gengið fremur illa við smíðarnar um dag-
inn, kenndi því um, að sýran mundi hafa verið of sterk. Allt
í einu sé ég, að Einar drepur fingri í sýruna og smakkar á
henni, en þannig hafði hann kennt mér að prófa styrkleika
sýrunnar, þegar ég vann hjá honum.
Þannig leið þessi nótt. En klukkan langt gengin sex um
morguninn hvarf hann mér, leystist þá smátt og smátt upp
líkt og gufa. Ég var glaðvakandi, hóf vinnu á ný og vann
til klukkan 8. Þá fór ég rakleitt til Jónasar Kistjánssonar,
er þá var læknir á Sauðárkróki, og sagði honum hvað fyrir
mig hafði borið. Hann lagði á þetta lítinn trúnað. Gerðu og
ýmsir í þorpinu óspart gys að mér, sem um þetta fréttu.
Sögðust þeir að vísu þekkja dæmi þess, að menn þættust
sjá svipi framliðinna, en eitthvað hlyti að vera bogið við
þá, sem héldu því fram, að bráðlifandi menn suður í Reykja-
vík tækju upp á því að birtast norður á Sauðárkróki og leys-
ast þar upp eins og þokukúfar.
Ég reyndi að hringja til Reykjavíkur til þess að afla mér
upplýsinga, en fékk ekkert samband þangað, því að starf-
ræksla símans þar lá niðri að mestu eða öllu leyti vegna
veikindaplágunnar.
Þegar Reykjavíkurblöð loks komu að sunnan, fluttu þau
þá fregn, að Einar Ólafsson gullsmiður hefði látizt úr
spænsku veikinni. Hins vegar reyndist fréttin um það, að
Árni B. Björnsson væri dáinn, ekki hafa við nein rök að
styðjast.
Umgangurinn við kofann.
Veturinn 1910—11 var Magnús Kristjánsson, síðar bóndi
í Sandhólum í Eyjafirði og nú búsettur á Akureyri, vetrar-
maður að Hólum í Eyjafirði hjá þeim hjónunum Tómasi
Benediktssyni og konu hans Sigurlínu Einarsdóttur, ljós-
móður.
Fyrir kom það á stundum, að Magnús heyrði eitt og ann-
að eða sá, sem ekki gat verið með eðlilegum hætti. Og
þennan vetur á Hólum, en þá svaf hann einn í miðbaðstof-