Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 59

Morgunn - 01.12.1967, Page 59
MORGUNN 137 unni gegnt dyrum, sá hann tvívegis baðstofuhurðina opnast, án þess, að þar væri nokkur maður á ferð, enda gerðist þetta um hánótt. Stundum heyrði hann og greinilega kallað á sig með nafni, án þess að nokkur væri þar nærstaddur. Ekki gaf hann þessu mikinn gaum, né heldur varð hann var við að það boðaði neitt sérstakt. Tók hann og á þessu lítið mark, og margt var af því tagi, er gleymdist jafnóðum, og var því ekki á neinn hátt rannsakað. Ein dulheyrn hans á þessum vetri varð honum þó sérstak- lega minnisstæð, enda virtist hún benda til atburðar, sem þá var í þann veginn að gerast á öðru heimili í sveitinni. Frá þessu segir hann á þessa leið: „Þennan vetur átti ég nokkrar kindur og einn hrút. Fékk ég að láni tvo fjárhúskofa neðan við túnið á Hólum, fremur litla. Um hestinn bjó ég fremst í öðrum kofanum og fyrir garðahöfði, en hafði fáeinar kindur innan til í báðum krón- um og grindur um þverar krær á milli þeirra og hestsins. Klárinn minn gekk úti í högum fyrri hluta vetrarins, en Tómas bóndi hafði hest á járnum heima á bænum. Hýsti ég hann þarna í kofanum, unz ég þyrfti að taka minn hest á gjöf. Það mun hafa verið 12. nóvember 1910, og ég var nýbú- inn að hýsa féð, og var að gefa bæði því og hestinum. Logn- hríð hafði verið um daginn og talsvert föl á jörð. Að þessu búnu settist ég á garðabandið, skammt frá garðahöfðinu. Heyri ég þá, að gengið er rétt fyrir utan kofadyrnar og hélt, að einhver heimamaður væri að koma. Hesturinn varð var við þetta líka, hætti snögglega að éta og horfði fram að dyr- unum. Ekki opnar komumaður hurðina, heldur heyri ég hann ganga norður fyrir húsið, síðan upp á þekjuna, en þar var ofurlítil gluggabora eða strompur. Mér flaug snöggvast í hug, að þetta kynni að vera hundur, en þótti hann nokkuð þungstígur. Enn heyri ég, að gengið er niður af þekjunni og að hurðinni, eins og gesturinn eigi erindi inn í kofann. Beið ég þá ekki boðanna, tók lugtina, en á henni logaði ljós, og gekk út. En þá brá svo við, að þar sást enginn maður, né
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.