Morgunn - 01.12.1967, Side 60
138
MORGUNN
nokkur önnur lifandi skepna. Þetta þótti mér að vonum
undarlegt, gekk í kringum húsið og upp á þekjuna, en hvergi
sáust þar nein ný spor í snjónum. Gekk ég þá inn aftur og
lauk störfum mínum, eins og ekkert hefði í skorizt.
Þegar ég kom inn, sagði ég hjónunum, hvað fyrir mig
hefði borið, og taldi sennilegt, að brátt mundi einhver koma
til þess að sækja ljósmóðurina. Var nokkuð um þetta spjall-
að. Nú líður kvöldið, og ekkert ber til tíðinda. Fór fólkið að
hátta laust fyrir klukkan ellefu. Lá ég um stund vakandi í
rúmi mínu og var að lesa í bók. Kemur þá Tómas bóndi
framfyrir til mín, og segir góðlátlega og lítið eitt glettinn,
að ekki líti út fyrir að spá mín um gestkomu ætli að rætast.
En ekki eru liðnar nema örfáar mínútur, þegar guðað er
á gluggann yfir rúmi mínu. Var þar kominn Aðalsteinn
Tryggvason á Jórunnarstöðum til þess að sækja Ijósmóður-
ina til konu á Skáldstöðum, er Sigríður hét, Sigurðardóttir.
Var mikill asi á honum. Bað ég hann að skreppa niður í kof-
ann og sækja þangað hestinn handa ljósmóðurinni, en ég
mundi þegar kiæðast og biðja ijósmóðurina að tygja sig til
ferðar.
Fæðingin gekk erfiðiega, og var Sigurlína yfir konunni í
þrjá daga. Barnið fæddist andvana. Og litlu seinna veiktist
konan og dó. Gat ég ekki annað en sett þessa atburði í sam-
band við það, sem ég hafði orðið var við — og raunar klár-
inn líka — fyrr um kvöldið."
Þessi frásögn Magnúsar er athyglisverð meðal annars
sökum þess, að gera má ráð fyrir, að konan á Skáldstöðum
hafi verið orðin veik um það leyti, sem Magnús heyrði um-
ganginn við húsið, og að sterkur hugur fólksins hafi í því
sambandi stefnt að Hólum, þar sem ljósmóðirin bjó. Gat
og bóndanum þar, Júlíusi Jakobssyni, vel hafa verið um það
kunnugt, að hestur ljósmóðurinnar var hýstur þarna í kof-
anum, þótt ekki liggi fyrir um það nein vissa.