Morgunn - 01.12.1967, Page 62
140
MORGUNN
um Haukadalsfjörur ásamt fylgdarmanni sínum, stóð þar
uppi hákarlaskip í fjörunni, áttæringur. Þegar presti varð
litið á skipið, setti að honum grát, en hann var þá nokkuð
við skál, stundi þungan og segir: ,,Mikið er að hugsa til þess,
að þessar fjalir eiga eftir að verða mörgum góðum mönnum
að bana.“ Ekki vildi hann fleira um þetta segja, þó fylgdar-
maður spyrði hann.
Þetta var um haust. En rétt fyrir jólin kom Benóný að
Rafnseyri til að finna stjúpföður sinn. Þegar þeir skildu,
segir prestur: „Þetta verður í síðasta sinn, sem við kveðj-
umst.“
Seint í janúar gerði góð veður og stillur. Fóru þá níu
menn, allir á bezta aldri, í hákarlalegu, og var Benóný í
Meðaldal einn þeirra, en formaður á skipinu var Jón Egils-
son á Bakka. Annaðhvort hefur Benóný órað fyrir því,
hversu fara mundi, eða honum hafa komið í hug orð stjúp-
föður síns. Hann kvaddi vandlega allt fólkið og bað Guð
að geyma heimili sitt. Skipið fórst í þessari ferð með allri
áhöfn.
Síðar sagði séra Jón svo frá, að þegar honum um haustið
varð litið ofan í skipið, hafi verið töluvert vatn í kjalsoginu.
Þar kvaðst hann hafa séð líkt og í skuggsjá andlit allra
þeirra, er með skipinu fórust.
Öllu er óhætt.
Einhverju sinni fór Ásgeir sonur séi’a Jóns í hákarlalegu.
Þeir voru á áttæringi og var formaður Bjarni Símonarson
frá Baulhúsum, faðir Markúsar skólastjóra Stýrimanna-
skólans í Reykjavík. Einn háseta hét Bjarni Magnússon,
mikið hraustmenni. Þeir hrepptu ofsaveður og kafald, og
óttuðust menn mjög um, að þeir hefðu farizt, og ekki sízt
heimafólk á Rafnseyri. Prestur kemur þar að, er fólkið var
að ræða um þetta með miklum áhyggjum og kvíða. Þá segir
hann: „öllu er óhætt,“ og segist hafa séð þá á svonefndu
Molduxadjúpi, skammt vestur af Tálknanum. Kvað hann
1