Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 63
M O R G U N N 141
Ásgeir hafa verið að ryðja skutinn, en Bjarni Magnússon
hefði rutt barkann.
Svo fór, sem prestur sagði, að þeir náðu landi án þess að
hlekkjast á. En aflanum höfðu þeir orðið að fleygja í sjóinn
í sama mund og séra Jón hafði séð þá í sýn.
Sér sendimanninn.
Öðru skipti lenti Ásgeir sonur hans í miklum hrakningum
á sjó, og héldu þá allir, að skipið hefði farizt. Eitt kvöld
gengur prestur út. Þegar hann kemur inn aftur, segir hann,
að ekki hafi piltarnir farizt, þeir væru komnir að landi ein-
hvers staðar, og hefðu sent einn skipverjann af stað til þess
að láta vita, að þeir væru lifandi. Væri hann nú á leið ofan
Álftamýrardalinn.
Hálfri stundu síðar kom sendimaðurinn og færði þær
fréttir, að öllum liði vel og hefðu náð landi áfallalaust.
Drukkmin Guðrúnar.
Einhverju sinni — sumir segja árið 1863 — var séra Jón
á húsvitjunarferð og kom að Hjallkárseyri. Þar voru þá
allir heilir heilsu. Þaðan fór hann að Rauðsstöðum og síðan
að Borg. Þegar hann er kominn upp á baðstofupallinn, lítur
hann við og niður um loftsgatið og segir: „Hvað ert þú að
gera hér, Guðrún á Hjallkárseyri?"
Seinna fréttist, að skömmu eftir að prestur fór frá Hjall-
kárseyri, fannst vinnukona á bænum, Guðrún að nafni, ör-
end þar í flæðarmáli rétt fyrir neðan túnið. Hafði hún verið
að þvo úr sokkum í sjónum, sennilega stigið út á stóran
stein, er þar var, en fengið aðsvif og hratað af steininum í
sjóinn. Þar er síðan nefndur Gunnusteinn.
Nítján dóu.
Það gerðist um vetur á Rafnseyri, að vinnukonu þar verð-
ur gengið út úr bænum og sér, að prestur er á gangi í kirkju-