Morgunn - 01.12.1967, Side 64
142
MORGUNN
garðinum og heyrir hann tauta fyrir munni sér: „Það er þá
ekki lítið. Þeir eru ekki færri en nítján.“
Vorið eftir (það mun hafa verið 1873) gekk skæð land-
farsótt í Rafnseyrarprestakalli, og létust 18 manns um vor-
ið. Ein þeirra var Guðbjörg dóttir Kristjáns Guðmundssonar
á Borg. Þegar hún var jörðuð, segir Kristján við prest, og
voru þeir þá staddir í kirkjugarðinum: „Nær haldið þér, séra
Jón minn, að þessum manndauða linni?“ — „Honum léttir
nú bráðum,“ svarar prestur, „enda er nú mikið skarð í orð-
ið; þó á nú eftir að deyja einn.“ — „Hver haldið þér að það
verði?“ — „Hann er hér á heimilinu," svarar prestur.
Nokkru seinna lézt á Rafnseyri Bjarney Jónsdóttir, stjúp-
dóttir Ásgeirs sonar séra Jóns.
Gröf Margrétar.
Séra Jón hafði þann hátt á að segja jafnan sjálfur fyrir
um það, hvar gröf skyldi taka í Rafnseyrarkirkjugarði.
Þegar Margrét Magnúsdóttir, kona Höskuldar Halldórsson-
ar að Borg í Arnarfirði andaðist og taka skyldi gröf hennar
í kirkjugarðinum, var Höskuldur ekki ánægður með það
grafarstæði, er prestur vísaði til, og þótti konan hvíla of
langt frá ættfólki sínu. Hafði hann orð á þessu við prest,
og svaraði hann þá: „Þú skalt ráða, Höskuldur minn, en
hún verður ekki hér grafin. Annars staðar var það.“ Síðan
gekk hann í burtu.
Likmenn hófu nú að taka gröfina þar, sem Höskuldur
vildi. Gekk það greiðlega í fyrstu, en síðan komu þeir niður
á stóran stein, sem þeir hvorki gátu fært upp úr gröfinni, né
bifað til hliðar, og urðu því að hverfa frá við svo búið. Var
þá presti sagt til. Kom hann út og vísaði þeim á annan stað.
„Hérna var það. Hér á hún að hvíla.“ Gekk þá allt að óskum.
Fylgja Kristjáns á Borg.
Það var á síðustu árum séra Jóns á Rafnseyri, að þangað
kom Kristján Guðmundsson á Borg, þá orðinn allmikið við
aldur. Litlu seinna kom þar Kristján yngri, sonur hans, og