Morgunn - 01.12.1967, Side 65
MORGUNN
143
spyr þá prestur um heilsufar föður hans. „Mér sýndist hann
vera orðinn fyrirgengur, þegar hann kom hérna, enda er nú
mjög farið að líða á ævi hans,“ segir prestur. Kristján spyr
þá, hvað hann hafi til marks um það. — „Ég hef ætíð séð
fylgjuna hans, síðan við vorum ungir,“ segir þá séra Jón,
„og ég sá hana síðast um daginn, þegar hann kom að norðan.
Hefur einlægt verið að styttast lítið eitt á milli hans og henn-
ar. Síðast, þegar hann kom, mun það hafa svarað því, að
hann var hérna á brekkubrúninni, þegar fylgja hans var
komin heim að bænum.“
Kristján spurði þá, hvernig fylgja föður hans væri. —
„Það er myndin hans sjálfs,“ svaraði prestur, „og þekkist
hún ekki frá honum.“ Kristján á Borg lifði aðeins stutt eftir
þetta, hálft annað ár að sögn Kristjáns sonar hans.
Sér eftirmann sinn.
Það mun hafa verið á síðustu prestsskaparárum séra Jóns
á Rafnseyri, að hann kom eitt sinn inn í smiðju til Ásgeirs
sonar síns. Var prestur vel hress, segist hafa gengið út í
kirkju. Brá þá svo við, að hann sá ungan prest standa fyrir
altarinu, og lýsir honum fyrir syni sínum mjög nákvæmlega.
Segir hann, að sig gruni, að hann muni verða eftirmaður
sinn. „Þú lifir, þó að ég deyi. Þó á ég líklega eftir að sjá
hann með eigin augum, en ekki veit ég hver hann er. En
taktu nú vel eftir hvernig ég lýsi honum.“
Eftirmaður séra Jóns á Rafnseyri var séra Þorsteinn
Benediktsson, er prestur varð í Lundi í Lundarreykjadal
vorið 1879. Séra Jón lét af embætti 1882. Sennilega hefur
hann því séð sýnina í kirkjunni einhvern tíma á árabilinu
1879—82. Þó er hugsanlegt, að það hafi gerzt áður en séra
Þorsteinn tók vígslu, en um það skortir heimildir.
Ásgeir sagði svo frá síðar, eftir að hafa kynnzt séra Þor-
steini náið, að ekki gæti hann lýst honum betur en faðir
sinn hefði gjört. Það fylgir sögunni, að hvorugur þeirra feðga
hafi séð séra Þorstein, þegar þessi atburður gerðist. Senni-