Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 66
144
MORGUNN
lega hafa þeir þó heyrt hans getið, því hann hafði verið
kennari í Hjarðardal í Dýrafirði veturinn 1878—79. En hitt
er öruggt, að ekki gat séra Jón þá hafa haft neina vitneskju
um eða ástæðu til að ætla, að hann mundi verða eftirmaður
sinn á Rafnseyri.
HERMANN A ÞINGEYRUM
Hermann Jónasson er sá maður á öldinni, sem leið, er
einna mestum dulhæfileikum hefur verið gæddur, svo menn
viti. Hann var fæddur að Víðikeri í Bárðardal í S.-Þingeyj-
arsýslu 28. október 1858. Hann var búfræðingur að mennt-
un og var skólastjóri búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal
1888—1896. Gerðist þá bóndi á Þingeyrum til ársins 1905.
Var þingmaður Húnvetninga 1901—1907. Hann dvaldist í
Vesturheimi 1917—1922, en kom þá heim og andaðist í
Reykjavík 6. desember 1923. Hann naut alla ævi trausts og
virðingar, og enginn hefur, svo ég viti, dregið í efa sannsögli
hans og heiðarleika í hvívetna.
Frá dulrænni reynslu sinni hefur Hermann sagt í tveim
bókum, Draumum, sem út komu 1912, og Dulrúnum 1914.
Þessar tvær bækur voru siðan endurprentaðar að mestu og
gefnar út í einu bindi árið 1961, og nefnist sú bók Draumar
og Dulrúnir. Fremst í þeirri bók er grein um höfundinn eftir
Grétar Fells og ennfremur nokkrar ritgerðir um uppruna og
eðli drauma. Vísast þeim, er kynna vilja sér hinar sérstæðu
dulgáfur Hermanns Jónassonar, á að lesa þessar bækur.
Fjarskyggni og forvizka Hermanns kom einkum fram í
draumum eða draumleiðslu. 1 vöku virðist hann ekki hafa
verið skyggn beinlínis, en afar næmur fyrir áhrifum, sem
hann vissi ekki hvaðan voru komin, en bentu honum skýrt
á yfirvofandi hættur og atburði, er síðar komu fram.
Hér verður að láta nægja að birta aðeins eina af frásögn-
um Hermanns, sem mér, fyrir margra hluta sakir finnst
vera ein af þeim allra merkustu, og eiga fullt erindi til allra
hugsandi manna. Þessi frásögn nefnist: