Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Síða 66

Morgunn - 01.12.1967, Síða 66
144 MORGUNN lega hafa þeir þó heyrt hans getið, því hann hafði verið kennari í Hjarðardal í Dýrafirði veturinn 1878—79. En hitt er öruggt, að ekki gat séra Jón þá hafa haft neina vitneskju um eða ástæðu til að ætla, að hann mundi verða eftirmaður sinn á Rafnseyri. HERMANN A ÞINGEYRUM Hermann Jónasson er sá maður á öldinni, sem leið, er einna mestum dulhæfileikum hefur verið gæddur, svo menn viti. Hann var fæddur að Víðikeri í Bárðardal í S.-Þingeyj- arsýslu 28. október 1858. Hann var búfræðingur að mennt- un og var skólastjóri búnaðarskólans á Hólum í Hjaltadal 1888—1896. Gerðist þá bóndi á Þingeyrum til ársins 1905. Var þingmaður Húnvetninga 1901—1907. Hann dvaldist í Vesturheimi 1917—1922, en kom þá heim og andaðist í Reykjavík 6. desember 1923. Hann naut alla ævi trausts og virðingar, og enginn hefur, svo ég viti, dregið í efa sannsögli hans og heiðarleika í hvívetna. Frá dulrænni reynslu sinni hefur Hermann sagt í tveim bókum, Draumum, sem út komu 1912, og Dulrúnum 1914. Þessar tvær bækur voru siðan endurprentaðar að mestu og gefnar út í einu bindi árið 1961, og nefnist sú bók Draumar og Dulrúnir. Fremst í þeirri bók er grein um höfundinn eftir Grétar Fells og ennfremur nokkrar ritgerðir um uppruna og eðli drauma. Vísast þeim, er kynna vilja sér hinar sérstæðu dulgáfur Hermanns Jónassonar, á að lesa þessar bækur. Fjarskyggni og forvizka Hermanns kom einkum fram í draumum eða draumleiðslu. 1 vöku virðist hann ekki hafa verið skyggn beinlínis, en afar næmur fyrir áhrifum, sem hann vissi ekki hvaðan voru komin, en bentu honum skýrt á yfirvofandi hættur og atburði, er síðar komu fram. Hér verður að láta nægja að birta aðeins eina af frásögn- um Hermanns, sem mér, fyrir margra hluta sakir finnst vera ein af þeim allra merkustu, og eiga fullt erindi til allra hugsandi manna. Þessi frásögn nefnist:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.