Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 67
MORGUNN
145
Að Hóhim í Hjaltadal.
Það var snemma í maí, ísa- og mislingavorið 1882. Ég
hafði ákveðið að fara þá um vorið eitthvað út í heiminn. En
Hallgrímur bróðir minn var þá um veturinn siðara ár sitt í
Möðruvallaskóla, og að afloknu prófi þar ætlaði hann á bún-
aðarskólann á Hólum í Hjaltadal, er var stofnaður þá um
vorið. Hann lagði mjög fast að mér í bréfum sínum, að ég
færi í Hólaskóla, og sagðist sækja um skólann fyrir mig, til
vonar og vara. Ég dvaldist þá á Mýri í Bárðardal, og beið
eftir Hallgrími. Þangað ætlaði hann að koma, áður en hann
færi vestur, því að móðir okkar, Sigríður Jónsdóttir, var
þar þá til heimils.
Ég beið albúinn eftir Hallgrími.
Ef ég fengi skólann, ætlaði ég með honum vestur að Hól-
um, að öðrum kosti austur á Seyðisfjörð, þvi að þaðan ætl-
aði ég utan.
En meðan ég beið í þessari óvissu, dreymdi mig þennan
leiðsludraum, er ég ætla að minnast lítið eitt á. Ég áleit þá,
að þessi draumur væri sá langmerkilegasti, er mig hefði
dreymt. Ég sagði móður minni, fósturforeldrum mínum og
börnum þeirra drauminn, og svo Hallgrími, þegar hann
kom, og flutti mér þá fregn, að ég fengi inntöku í Hólaskóla.
Fyrst dreymdi mig, að Hallgrímur bróðir minn var kom-
inn og sagði mér, að ég fengi skólann. Svo þótti mér við
leggja af stað vestur, og er það í stuttu máli að segja, að
mig dreymdi nákvæmlega hvert einasta atriði smátt og
stórt, sem síðar kom fyrir í vökunni, alla leið frá Mýri í
Bárðardal og vestur að Hólum í Hjaltadal. Á Hólum þóttist
ég litast talsvert um, og sá ég þar Jósef J. Björnsson skóla-
stjóra, og Kristrúnu konu hans. Það er í fljótu máli sagt, og
það með sönnu, að þó ég hefði skrifað orð og atburði ná-
kvæmlega upp, þá hefði ég eigi getað sagt greinilegar frá
því eftir ferðina, en ég sagði þá fyrirfram. Hallgrímur sagð-
ist álíta, að ferðin gengi nákvæmlega eftir draumnum, og að
minnsta kosti hefði hann hugsað sér sömu náttstaði og mig
10