Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 68
146
MORGUNN
dreymdi, þar til er við legðum frá Möðruvöllum. Sérstak-
lega tók hann til þess, hve rétt ég lýsti þeim mönnum, sem
myndu verða á leið okkar, og ég hafði ekki séð. Hann hafði
séð Jósef skólastjóra og konu hans, og veitt þeim allnána
eftirtekt; en hann sagðist alls ekki geta lýst þeim jafn-
glögglega. Aðeins eitt sagði hann, að skeikaði í draumnum,
sem hann vissi um, og það væri lýsing á f jallaveginum, sem
við yrðum að fara yfir milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar.
— Við myndum fara öxnadalsheiði, Hjaltadalsheiði eða þá
Heljardalsheiði, og lýsing mín ætti eigi við neina þeirra.
Ég get eigi dvalizt lengur við drauminn og ferðina, nema
aðeins yfir f jallvegina. Þegar við í draumnum lögðum frá
Möðruvöllum í Hörgárdal, féll ég í dýpri eða þyngri leiðslu
en áður. Smáatvikin hurfu, en hin límdust enn fastara inn
í mig. Yfir fjallveginn þótti mér þriðji maður hafa bætzt við.
En hugur minn festist eigi við neitt, fyrr en við vorum
komnir á háfjallið; þá þótti mér myrkur koma á mikið og
nístandi köld gola. Mér þótti við berast hratt áfram, en í
myrkri bjóst ég eigi við, að hægt væri að rata yfir jökulinn.
Ég sé þá, að f jórði maðurinn er kominn í hópinn, og réð
hann förinni.
Þann mann hef ég hvorki séð fyrr eða síðar.
Hann var stór og mikilúðugur, og hinn hvatlegasti.
Ég spyr, hvort nokkur vegur sé til að rata.
Þá leit hann til þín föstum augum og sagði: „Það er eng-
in hætta, en settu vel á þig stefnuna og vindstöðuna.“
Ég veit þá í svefninum, að ég er í draumleiðslu, og hugsa,
að þessi atburður skipti miklu máli fyrir mig. Reyndi ég því
að festa hann í minni mínu, svo sem unnt var, og setti á
mig vindstöðuna. Fann ég, að hún var á yztu hárunum á
hægri augabrúninni, og virtist mér kuldinn af henni svo
mikill, að líkast var sem ísnálar stæðu þar inn í bein.
Þá er nú að hverfa að vökunni.
Þegar við Hallgrímur komum að Möðruvöllum, var okk-
ur helzt ráðið til að fara Héðinsskörð, því að þá daga var
veður bjart og gott. Við hugsuðum svo að fara að Bauga-