Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 70

Morgunn - 01.12.1967, Page 70
148 MORGUNN þar til slóð okkar var einnig með öllu horfin, og ekkert sást nema fönnin undir fótum okkar og hríðarmyrkrið kring- um okkur. Við námum staðar til að ráðgast um, hvað nú væri væn- legt að gera. Enginn treystist að rata, þó við snerum aftur. Ég réði eindregið til að halda áfram, og sagðist ábyrgjast, að ég fyndi skarðið, og að Gunnlaugur mundi fremur átta sig á einhverju að vestanverðu. — En sannast að segja treysti ég meira draumi minum en honum. Við réðum því af að halda áfram og fundum fljótt skarð- ið, og var þar allmikið kóf. Þegar við komum niður fyrir brekkuna hinum megin, sáum við, að árangurslaust var með öllu að grennslast eftir slóð Guðmundar, því að fann- koman var afskapleg og dálítið renningsskrið. Golan var þar þó mjög lítil, en mjöllin mikil og laus. Með fannkom- unni var og svarta þoka. Rétt til vinstri handar þarna var urðahlass oggengu þeir þangað; ætlaði Gunnlaugur að vita, hvort hann gæti ekki áttað sig þar. En mig greip allt í einu svo mikið máttleysi, að ég settist niður í fönnina, og fannst mér eins og hvíslað væri að mér um leið: Mundu nú vel eftir stefnunni í draumnum og vindstöðunni, þótt óglöggt sé; það eru, eins og þú manst, yztu hárin á hægri augabrúninni, og um leið fannst mér eins og ísströnglum væri stungið þar inn í höfuð mér. Ég spratt þegar á fætur og gekk til félaga minna. Kenndi ég mér einskis meins. Ég spurði þá, hvað þeir segðu nú til. Gunnlaugur sagði, að ekki væri mikið hægt að segja í kol- svarta myrkri uppi á hájökli, og ef að út af bæri, væru hamrar og afskapa hættur. Þá spurði ég hann, hvort hann vissi stefnuna þaðan sem við vorum. Hann benti og sagði, að hún væri náiægt þessu. Ég sagði þar á móti, að hún myndi nákvæmlega vera sú, er ég benti. Munaði nálægt því um þriðjung úr hringmáli á stefnu okkar. Hann sagði, að ég hefði áreiðanlega rangt fyrir mér, en ég maldaði í móinn. Þá spurði hann mig, hvort ég væri kunnugur um þessar slóðir, en ég sagðist aldrei fyrr hafa komið þar vestur, aldrei
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.