Morgunn - 01.12.1967, Blaðsíða 70
148
MORGUNN
þar til slóð okkar var einnig með öllu horfin, og ekkert sást
nema fönnin undir fótum okkar og hríðarmyrkrið kring-
um okkur.
Við námum staðar til að ráðgast um, hvað nú væri væn-
legt að gera. Enginn treystist að rata, þó við snerum aftur.
Ég réði eindregið til að halda áfram, og sagðist ábyrgjast,
að ég fyndi skarðið, og að Gunnlaugur mundi fremur átta
sig á einhverju að vestanverðu. — En sannast að segja
treysti ég meira draumi minum en honum.
Við réðum því af að halda áfram og fundum fljótt skarð-
ið, og var þar allmikið kóf. Þegar við komum niður fyrir
brekkuna hinum megin, sáum við, að árangurslaust var
með öllu að grennslast eftir slóð Guðmundar, því að fann-
koman var afskapleg og dálítið renningsskrið. Golan var
þar þó mjög lítil, en mjöllin mikil og laus. Með fannkom-
unni var og svarta þoka. Rétt til vinstri handar þarna var
urðahlass oggengu þeir þangað; ætlaði Gunnlaugur að vita,
hvort hann gæti ekki áttað sig þar. En mig greip allt í einu
svo mikið máttleysi, að ég settist niður í fönnina, og fannst
mér eins og hvíslað væri að mér um leið: Mundu nú vel eftir
stefnunni í draumnum og vindstöðunni, þótt óglöggt sé; það
eru, eins og þú manst, yztu hárin á hægri augabrúninni, og
um leið fannst mér eins og ísströnglum væri stungið þar
inn í höfuð mér.
Ég spratt þegar á fætur og gekk til félaga minna. Kenndi
ég mér einskis meins. Ég spurði þá, hvað þeir segðu nú til.
Gunnlaugur sagði, að ekki væri mikið hægt að segja í kol-
svarta myrkri uppi á hájökli, og ef að út af bæri, væru
hamrar og afskapa hættur. Þá spurði ég hann, hvort hann
vissi stefnuna þaðan sem við vorum. Hann benti og sagði,
að hún væri náiægt þessu. Ég sagði þar á móti, að hún
myndi nákvæmlega vera sú, er ég benti. Munaði nálægt því
um þriðjung úr hringmáli á stefnu okkar. Hann sagði, að
ég hefði áreiðanlega rangt fyrir mér, en ég maldaði í móinn.
Þá spurði hann mig, hvort ég væri kunnugur um þessar
slóðir, en ég sagðist aldrei fyrr hafa komið þar vestur, aldrei