Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 71
MORGUNN
149
komið lengra en í Eyjafjörð, en allt fyrir það vissi ég, að
hans stefna væri röng, og eftir henni næðum við aldrei
mannabyggðum. Þar á móti sagðist ég þora að ábyrgjast,
að mín stefna væri rétt, og að ég gæti fylgt henni. Gunn-
laugur sagði þá, að ef við færum eftir henni, þá lentum við
norður á Hagafjall, sem væri lukt hömrum á alla vegu,
nema að sunnan, og þar væri vís bani búinn, og sér dytti
ekki í hug sú vitleysa, að fylgja mér þangað. Ég sagðist
heldur eigi láta hann ráða stefnunni, og yrði hver að ábyrgj-
ast sjálfan sig.
Við bræður skildum svo við Gunnlaug og gengum þang-
að, sem við komum niður af brekkunni og ég hafði setzt
niður. Ég spurði þá Hallgrím, hvort hann væri eigi hræddur
við að fylgja mér. Hann sagði, að það væri hvort tveggja,
að við myndum eigi skilja eins og nú væri ástatt fyrir okk-
ur, og svo treysti hann meira á draum minn, sem hann vissi
nú, að ég færi beint eftir, heldur en á Gunnlaug, sem hann
fyndi að væri orðinn algerlega áttavilltur, því að hann hefði
sagt sitt á hverri stundinni um stefnuna, á meðan þeir
hinkruðu við á hæðinni.
Ég sagði Hallgrími, að ég gæti ekki farið eftir nokkru
öðru en draumnum, og að ég treysti honum fastlega, enda
vissi ég nú, að allur draumurinn með ailri sinni nákvæmni
stefndi að þessum atburði. Hann væri þungamiðja draums-
ins, og að eini lífsvegurinn væri að fara blint eftir honum.
Mig hefði ekki dreymt á þennan hátt, ef það væri ekki bani
okkar, að fylgja Gunniaugi eftir. Ég benti honum og sagði,
að nákvæmlega eftir línu væri stefnan þessi. Hann skyldi
ganga það langt á eftir mér, að hann sæi til min, og segja
mér svo, ef ég kynni að hvika frá stefnunni, ef andavarann
lægði algjörlega. Einnig bað ég hann að kalla öðru hvoru
til Gunnlaugs, svo að við vissum, í hvaða átt hann væri, og
reyna með þessu að halda honum svo nærri okkur sem unnt
væri, til þess að geta kallað hann til okkar, þegar við vær-
um úr allri hættu.
Ég gekk hratt yfir snjóauðnina, og leit hvorki til hægri