Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 71

Morgunn - 01.12.1967, Qupperneq 71
MORGUNN 149 komið lengra en í Eyjafjörð, en allt fyrir það vissi ég, að hans stefna væri röng, og eftir henni næðum við aldrei mannabyggðum. Þar á móti sagðist ég þora að ábyrgjast, að mín stefna væri rétt, og að ég gæti fylgt henni. Gunn- laugur sagði þá, að ef við færum eftir henni, þá lentum við norður á Hagafjall, sem væri lukt hömrum á alla vegu, nema að sunnan, og þar væri vís bani búinn, og sér dytti ekki í hug sú vitleysa, að fylgja mér þangað. Ég sagðist heldur eigi láta hann ráða stefnunni, og yrði hver að ábyrgj- ast sjálfan sig. Við bræður skildum svo við Gunnlaug og gengum þang- að, sem við komum niður af brekkunni og ég hafði setzt niður. Ég spurði þá Hallgrím, hvort hann væri eigi hræddur við að fylgja mér. Hann sagði, að það væri hvort tveggja, að við myndum eigi skilja eins og nú væri ástatt fyrir okk- ur, og svo treysti hann meira á draum minn, sem hann vissi nú, að ég færi beint eftir, heldur en á Gunnlaug, sem hann fyndi að væri orðinn algerlega áttavilltur, því að hann hefði sagt sitt á hverri stundinni um stefnuna, á meðan þeir hinkruðu við á hæðinni. Ég sagði Hallgrími, að ég gæti ekki farið eftir nokkru öðru en draumnum, og að ég treysti honum fastlega, enda vissi ég nú, að allur draumurinn með ailri sinni nákvæmni stefndi að þessum atburði. Hann væri þungamiðja draums- ins, og að eini lífsvegurinn væri að fara blint eftir honum. Mig hefði ekki dreymt á þennan hátt, ef það væri ekki bani okkar, að fylgja Gunniaugi eftir. Ég benti honum og sagði, að nákvæmlega eftir línu væri stefnan þessi. Hann skyldi ganga það langt á eftir mér, að hann sæi til min, og segja mér svo, ef ég kynni að hvika frá stefnunni, ef andavarann lægði algjörlega. Einnig bað ég hann að kalla öðru hvoru til Gunnlaugs, svo að við vissum, í hvaða átt hann væri, og reyna með þessu að halda honum svo nærri okkur sem unnt væri, til þess að geta kallað hann til okkar, þegar við vær- um úr allri hættu. Ég gekk hratt yfir snjóauðnina, og leit hvorki til hægri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.