Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 72

Morgunn - 01.12.1967, Page 72
150 MORGUNN né vinstri. Af og til heyrði ég Hallgrím kalla, og einu sinni kallaði Gunnlaugur: Komið þið! Komið þið! Annars drepið þið ykkur innan skamms fram af hömrunum! Loks virtist mér votta fyrir tveim mannssporum í fönninni, og er ég hafði gengið fáa faðma áfram, kom ég beina línu á manna- slóð, er sást þá glöggt. Ég staðnæmdist því, og beið eftir Hallgrími, og sagði, að nú myndi óhætt að reyna að ná í Gunnlaug. Við gengum lítið eitt áfram, og komum á mel- hrygg, og sáum við þaðan sorta fyrir Héðinsdalnum. Mér er enn í minni, hve kindarlegur Gunnlaugur var, er hann kom og sagði, að við værum komnir niður á Kamb. „Hvaða kamb?“ spurði ég. — „Nú kambinn, sem farinn er upp úr Héðinsdalnum, þegar skörðin eru farin.“ Ég bað Hallgrím að segja engum þennan draum, því að mig langaði ekki til að kynjasögur gengju af mér í ókunnu héraði. Gunnlaug hræddist ég ekki, því auk þess, sem hann var dálítið upp með sér og fremur einfaldur, var hann sneyptur yfir ferðalaginu. Á draum þennan hef ég minnzt til að sýna fram á, hve ábyggilegir sumir draumar mínir voru, og hve fastlega ég trúði á þá, þar sem ég horfði ekki í að yfirgefa kunnugan mann uppi á jöklinum í svarta þoku og mokhríð, og varð, jafnt mínu lífi, að bera ábyrgð á lífi bróður míns, sem vildi fylgja mér eftir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.