Morgunn - 01.12.1967, Page 72
150
MORGUNN
né vinstri. Af og til heyrði ég Hallgrím kalla, og einu sinni
kallaði Gunnlaugur: Komið þið! Komið þið! Annars drepið
þið ykkur innan skamms fram af hömrunum! Loks virtist
mér votta fyrir tveim mannssporum í fönninni, og er ég
hafði gengið fáa faðma áfram, kom ég beina línu á manna-
slóð, er sást þá glöggt. Ég staðnæmdist því, og beið eftir
Hallgrími, og sagði, að nú myndi óhætt að reyna að ná í
Gunnlaug. Við gengum lítið eitt áfram, og komum á mel-
hrygg, og sáum við þaðan sorta fyrir Héðinsdalnum.
Mér er enn í minni, hve kindarlegur Gunnlaugur var, er
hann kom og sagði, að við værum komnir niður á Kamb.
„Hvaða kamb?“ spurði ég. — „Nú kambinn, sem farinn er
upp úr Héðinsdalnum, þegar skörðin eru farin.“
Ég bað Hallgrím að segja engum þennan draum, því að
mig langaði ekki til að kynjasögur gengju af mér í ókunnu
héraði. Gunnlaug hræddist ég ekki, því auk þess, sem hann
var dálítið upp með sér og fremur einfaldur, var hann
sneyptur yfir ferðalaginu.
Á draum þennan hef ég minnzt til að sýna fram á, hve
ábyggilegir sumir draumar mínir voru, og hve fastlega ég
trúði á þá, þar sem ég horfði ekki í að yfirgefa kunnugan
mann uppi á jöklinum í svarta þoku og mokhríð, og varð,
jafnt mínu lífi, að bera ábyrgð á lífi bróður míns, sem vildi
fylgja mér eftir.