Morgunn - 01.12.1967, Page 74
152
MORGUNN
fundum enga skýringu á þessu fyrirbæri, sem þó var svo
glöggt, að ekki gat verið um misskynjun að ræða, enda
höfðum við bæði heyrt höggin á hurðina samtímis.
Síðari hluta næsta dags kom Gunnlaugur póstur og baðst
gistingar. Héldum við fyrst, að hann væri að koma af heið-
inni. En svo reyndist ekki vera. Hann kvaðst hafa farið
suður yfir heiðina daginn áður, fengið þunga færð og orðið
seint fyrir. Um háttatíma um kvöldið sagðist hann hafa
verið kominn efst í túnið, sezt þar á stein til þess að hvíla
sig, og verið að velta því fyrir sér, hvort hann ætti heldur
að halda alla leið inn í kaupstaðinn eða koma heim til okk-
ar og biðjast gistingar. Að lokum hefði hann þó ráðið af að
halda ferðinni áfram.
Allt benti til þess, að á þeirri sömu stundu, er Gunnlaugur
sat á steininum og var að hugsa um að fara heim og gera
vart við sig, höfum við hjónin heyrt höggin barin á úti-
hurðina. Og nærri liggur að halda, að það hafi verið sterkur
hugur hins þreytta ferðamanns og löngun hans eftir hvíld
og hressingu á heimili okkar, sem með einhverjum hætti
hefur framleitt höggin á hurðina.
Mörgum veitir erfitt að leggja trúnað á það, að andi eða
sál mannsins, hvort heldur það eru andar lifandi manna eða
iátinna, geti haft bein áhrif á efniskennda hluti, fært þá úr
stað og jafnvel lyft þeim frá gólfi, framleitt högg og annan
hávaða og látið heyra umgang og fótatak.
Ótölulegur sægur frásagna, bæði fornra og nýrra, bendir
þó ótvírætt á, að þetta eigi sér stað, og það jafnvel í svo
ríkum mæli, að varla hittir maður nokkurn mann, sem kom-
inn er til fullorðins ára, hvorki karl né konu, sem ekki hafi
einhvern tíma á ævinni heyrt umgang eða annan hávaða,
sem hann ekki hefur getað skýrt á eðlilegan hátt, eða að
minnsta kosti heyrt aðra, sem hann þekkti vel, segja frá
slíkri reynslu.
Dæmi um tímabundna reimleika á heimilum bæði hér á
landi og erlendis, þar sem jafnvel þungir hlutir eru færðir
úr stað að mörgum ásjáandi, eru svo vel vottfest og rann-