Morgunn - 01.12.1967, Síða 75
M O R G U N N 153
sökuð bæði fyrr og nú, að ekki er unnt að véfengja slíkt með
neinum skynsamlegum rökum.
Mér er það í fersku minni, þó nú séu liðin um 60 ár síðan,
að fyrstu kynni mín af spiritismanum, sem þá var venjulega
nefndur ,,andatrú“ voru þau, að horfa á svonefndan borð-
dans, þar sem ein eða tvær manneskjur studdu fingrum
ofurlaust á litið þrífætt borð. Þetta borð tók þá að hreyfast,
að því er virtist á öldungis óskiljanlegan hátt. Og við þessar
hreyfingar var það þó allra sérkennilegast, að borðið svar-
aði spurningum viðstaddra mjög ákveðið. Það játaði með
því að slá þrjú högg í gólfið, en neitunin var eitt þungt högg.
Aðrir notuðu ,,andaglas“. Stafrófið var skrifað í allstóra
ferhyrnda reiti, einn stafur í hvern reit, og blaðið síðan lagt
á borð. Á það var hvolft venjulegu vatnsglasi. Kom þá í Ijós,
að sumir voru þeim hæfileika gæddir, að ef þeir studdu
fingri lauslega á glasbotninn, tók það að hreyfast frá einum
staf til annars og stafaði á þann hátt bæði einstök nöfn og
heilar setningar.
Svipað má segja um ósjálfráða skrift, er hinn áhrifanæmi
tekur blýant sér í hönd og skrifar síðan ósjálfrátt og oft með
ótrúlegum hraða og furðulegum krafti bréf eða frásagnir,
oft án þess að hafa hugmynd um hvað hann er að skrifa.
Þannig hafa sumir skrifað heilar bækur.
Á miðilsfundum er engan veginn óalgengt, að hlutir færist
úr stað, jafnvel á milli herbergja gegnum læstar dyr. Miðl-
ar takast á loft ásamt stólnum, sem þeir sitja í, og sjónar-
vottar eru reiðubúnir að staðfesta með eiði, að þeir hafi
horft á þetta. Sjálfur hef ég oftar en einu sinni verið sjónar-
vottur að þvi, að hlutir hafa svifið um stofu í lausu lofti. Og
þetta hafa allir þeir, sem viðstaddir voru, einnig séð og
samtímis.
Og nú á allra síðustu árum hafa heimsfrægir vísindamenn
gjört mjög víðtækar og nákvæmar rannsóknir til þess að
sanna það, að hugarverkan geti haft bein áhrif á hreyfing-
ar efniskenndra hluta. 1 því sambandi vil ég einkum nefna
hinar gagnmerlcu tilraunir prófessors J.B. Rhine við Duke