Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Side 76

Morgunn - 01.12.1967, Side 76
154 MORGUNN háskólann í Caroline, þar sem hann meðal annars telur sig fullkomlega hafa sannað það, að hugir eða hugsun manna hafi alveg óhrekjanlega áhrif á það, hvaða hliðar á tening- um, sem kastað er af handahófi úr þar til gerðri vél, komi upp hverju sinni. Þeim, sem vildu kynnast þessum tilraun- um og niðurstöðum þeirra nánar, vil ég benda á að lesa hina stórmerku bók hans The Reach of the Mind, eða þá rit hans Parapsychology. Margt bendir nú æ ótvíræðar og skýrar til þess, að hugur eða sál mannsins hafi miklu víðtækara og meira vald yfir efninu en menn til þessa hafa fest trúnað á. Hvernig þessu valdi er háttað, og hvernig unnt verði að notfæra það í fram- tíðinni, er ekki sýnt enn, heldur aðeins að það er fyrir hendi. Menn geta að sjálfsögðu, þeir sem það vilja, haldið áfram að dunda við að telja sér trú um, að þessi dularfullu en mátt- ugu öfl séu aðeins fyrir hendi í manninum, á meðan hann lifir í líkamanum hér á jörð, enda þótt allt bendi til, að þau séu honum að öllu leyti óháð. En því verður ekki neitað með rökum, að þeim stoðum fækkar stöðugt, sem unnt er að renna undir slíka trú, sumar hallast illiiega, aðrar eru orðn- ar grautfúnar af elli. Hins vegar fer þeim stoðum stöðugt fjölgandi með nýjum rannsóknum bæði anda og efnis, sem styðja það og styrkja, að sál mannsins geti þegar í þessu lífi starfað óháð líkam- anum, ekki aðeins að því er snertir fjarhrif margs konar einnar sálar á aðra, óháð skynfærum líkamans, heldur geti hún einnig haft bein áhrif á efnið, svo sem komið hefur i Ijós við tilraunir dr. Rhine og fleiri merkustu vísindamanna. Með þessu er ennfremur rennt óbeinum stoðum undir þá sannfæringu, sem einnig er studd vísindalegum tilraunum og persónulegri reynslu þúsundanna, að sál mannsins lifi eft- ir dauðann, haldi persónuleika sínum, tilfinningum og minn- ingum, að það líf sé bæði fegurra og fyllra en jarðlífið, og að hinir sálrænu kraftar og þroski fái þar enn betur notið sín. Margir eru nú svartsýnir á framtíð mannkynsins og sjá þar válegar blikur á lofti. En er það ekki fyrst og fremst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.