Morgunn - 01.12.1967, Page 77
MORGUNN
155
svartsýni á okkur sjálfa? Svartsýni á það, að andi manns-
ins sé eilífur, að hans sé valdið yfir efninu, hans þroskinn
og sigurinn að lokum, ef hann ber gæfu til að láta leiðast af
anda Guðs og starfar í þeim kærleika og af þeim kærleika,
sem er siguraflið, sem öllu er sterkara og æðra?
Það er bjart framundan þrátt fyrir allt, bæði liérna meg-
in og hinum megin við tjaldið.
Til íhugunar
Við erum fædd í þennan heim, ekki til þess eins að þekkja
hann, heldur til þess að lifa í honum. Þekkingin fær okkur
að vísu vald í hendur, en samúðin og kærleikurinn er það,
sem gefur lifinu fylling. Menntun er ekki eingöngu fólgin i
þekkingunni, heldur í andlegum gróanda í samræmi við til-
veruna. Þetta er það, sem skólarnir vanrækja. Og skyldi
ekki höfuðmein nútímamenningarinnar stafa af því, að við
höfum lagt of mikla áherzlu á hinn kalda skilning og skyn-
semi, en of lítið hirt um það, sem kalla mætti menntun
hjartans?
Rabindranath Tagore.