Morgunn - 01.12.1967, Page 78
Nokkrar sýnir
Jónasar Björnssonar
☆
Jónas hét maður, Björnsson, og átti lengst af heima á
ýmsum stöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er nú látinn
fyrir allmörgum árum. Hann var gæddur nokkurri ófreski-
eða skyggnigáfu, en hélt því ekki mikið á lofti. Jónas var
kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Þórólfsstöðum í
Kelduhverfi. Hún lézt í Reykjavík ekki fyrir löngu. Sam-
kvæmt frásögn hennar eru eftirfarandi sögur skráðar.
Tvíí'ari Guðrúnar í Garði.
Þau hjónin Jónas og Jóhanna bjuggu um allmörg ár á
litlu grasbýli, sem nefndist Höfðabrekka, og stóð nyrzt í
kauptúninu Húsavik. Skammt þaðan og lítið eitt vestar
var annað grasbýli, er nefndist Garður. Þar var þá öldruð
kona, Guðrún að nafni. Hún var ekkja og var til húsa hjá
dóttur sinni og manni hennar.
Frá Höfðabrekku lá gangstígur í austur á aðalbraut
þorpsins. Við þennan stíg var fjárhús Jónasar. Dag einn
um haust var Jónas staddur í fjárhúsi sínu. Þegar hann
kemur út úr húsdyrunum, sér hann Guðrúnu gömlu í Garði
koma vestan stiginn. Hún gengur austur götuna fáa faðma
frá honum, en lítur hvorki til hægri né vinstri og heilsar
ekki Jónasi. Þetta þótti honum undarlegt, því þau voru
mestu mátar. Hann taldi víst, að hún mundi vera á leið inn
í þorpið. En í þess stað gengur hún þvert yfir aðalveginn
og stefnir að túni prestsetursins forna í Húsavík, en það var