Morgunn - 01.12.1967, Síða 79
MORGUNN
157
girt háum torfgarði og gaddavírsstrengur ofan á til öryggis.
Var fullörðugt fyrir karlmann að klifrast yfir þessa girðingu,
hvað þá gamla konu í síðum pilsum. En garðurinn virtist
ekki hindra för Guðrúnar. Áður en varði var hún komin inn
á túnið og stefndi beint heim að kirkjugarðinum. Það sá
Jónas síðast til hennar, að hún hvarf þangað inn.
Þetta atferli gömlu konunnar þótti Jónasi vera með þeim
ólíkindum, að hann ákvað að fara vestur að Garði og ganga
úr skugga um, hvernig á þessu einkennilega ferðalagi henn-
ar stæði. Stafngluggi baðstofunnar í Garði stóð opinn, og
það fyrsta sem hann heyrði og sá, er hann gekk fyrir glugg-
ann, var Guðrún gamla, er stóð á baðstofugólfinu og var að
spjalla við heimilisfólkið.
Um þessar mundir og að líkindum þennan sama dag var
verið að vinna að því að setja grindur umhverfis leiði hins
látna eiginmanns Guðrúnar gömlu í Garði.
Tvífari Jóhöniui.
Sunnan við Höfðabrekkubæinn var lítill blómagarður. Á
sumrin kom það oft fyrir, að hænsnin komust inn í garðinn
og spilltu þar gróðri. Þess vegna hafði Jóhanna húsfreyja
jafnan nokkrar áhyggjur um garðinn, ef bæði hjónin voru
að heiman.
Einhverju sinni um sumar voru bæði hjónin í vinnu niðri
í kauptúninu. Þegar Jónas hafði lokið dagsverki sínu, hélt
hann af stað heim á leið. Sér hann þá, að Jóhanna er komin
heim á undan honum, og er inni í blómagarðinum. Þetta
taldi hann afar eðlilegt og gaf því ekki frekari gaum. En þeg-
ar hann kemur heim, sér hann konu sína hvergi, hvorki
innan húss né utan. Þetta þótti honum kynlegt, kallar á
hana og svipast um í kringum bæinn, en allt kom fyrir ekki.
Stuttu seinna sér hann til ferða konu sinnar, og er hún
þá að koma heim úr vinnunni. Hins vegar hafði hún oft
verið með hugann heima við garðinn sinn.