Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Page 79

Morgunn - 01.12.1967, Page 79
MORGUNN 157 girt háum torfgarði og gaddavírsstrengur ofan á til öryggis. Var fullörðugt fyrir karlmann að klifrast yfir þessa girðingu, hvað þá gamla konu í síðum pilsum. En garðurinn virtist ekki hindra för Guðrúnar. Áður en varði var hún komin inn á túnið og stefndi beint heim að kirkjugarðinum. Það sá Jónas síðast til hennar, að hún hvarf þangað inn. Þetta atferli gömlu konunnar þótti Jónasi vera með þeim ólíkindum, að hann ákvað að fara vestur að Garði og ganga úr skugga um, hvernig á þessu einkennilega ferðalagi henn- ar stæði. Stafngluggi baðstofunnar í Garði stóð opinn, og það fyrsta sem hann heyrði og sá, er hann gekk fyrir glugg- ann, var Guðrún gamla, er stóð á baðstofugólfinu og var að spjalla við heimilisfólkið. Um þessar mundir og að líkindum þennan sama dag var verið að vinna að því að setja grindur umhverfis leiði hins látna eiginmanns Guðrúnar gömlu í Garði. Tvífari Jóhöniui. Sunnan við Höfðabrekkubæinn var lítill blómagarður. Á sumrin kom það oft fyrir, að hænsnin komust inn í garðinn og spilltu þar gróðri. Þess vegna hafði Jóhanna húsfreyja jafnan nokkrar áhyggjur um garðinn, ef bæði hjónin voru að heiman. Einhverju sinni um sumar voru bæði hjónin í vinnu niðri í kauptúninu. Þegar Jónas hafði lokið dagsverki sínu, hélt hann af stað heim á leið. Sér hann þá, að Jóhanna er komin heim á undan honum, og er inni í blómagarðinum. Þetta taldi hann afar eðlilegt og gaf því ekki frekari gaum. En þeg- ar hann kemur heim, sér hann konu sína hvergi, hvorki innan húss né utan. Þetta þótti honum kynlegt, kallar á hana og svipast um í kringum bæinn, en allt kom fyrir ekki. Stuttu seinna sér hann til ferða konu sinnar, og er hún þá að koma heim úr vinnunni. Hins vegar hafði hún oft verið með hugann heima við garðinn sinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.