Morgunn - 01.12.1967, Side 80
158
MORGUNN
Jarðarför Ásgeirs.
(Frásögn Jóhannesar Guðmundssonar kennara á Húsavík)
Sumarið 1931 andaðist á Kristneshæli piltur frá Húsavík,
Ásgeir Pétursson að nafni. Lík hans var flutt til Húsavíkur
og jarðað þar. Þessi piltur var bróðursonur konu minnar.
Var ég beðinn að flytja ræðu við kistu hans í kirkjunni, og
lofaði ég því. Ég var að vísu ekki prestur, en það var engan
veginn óalgengt í Þingeyjarsýslum á þeim árum, að leik-
menn töluðu í kirkjum við jarðarfarir, og hafði sá siður
lengi haldizt norður þar og ekki að fundið.
Ég var þá verkstjóri við vegagerð á Vaðlaheiði, en kom
til Húsavíkur kvöldið áður en jarðarförin skyldi fram fara.
Líkkistan stóð í kirkjunni, hafði verið flutt þangað beint,
því ekki voru tök á því, vegna þrengsla, að flytja hana heim
til foreldra piltsins, né til að hafa þar húskveðjuathöfn.
Hálfri klukkustund áður en útförin átti að hefjast, flutti
forsöngvarinn mér þau boð frá sóknarprestinum, séra Knúti
Arngrímssyni, að hann hefði afnumið þann sið, að óvígðir
menn flyttu útfararræður í kirkjunni. Þessi neitun prestsins
kom foreldrum og nánustu ættingjum hins látna ungmennis,
og raunar mér líka, mjög á óvart. Fór ég þegar á fund prests-
ins. En hann kvað ákvörðun sinni ekki verða breytt, og eng-
ar undantekningar þar leyfðar, heldur nú og framvegis látið
í því efni eitt yfir alla ganga.
Þetta varð til þess, að þegar fólkið hafði safnazt í kirkj-
una og athöfnin átti að hefjast, lýsti ég yfir því, að það væri
ósk aðstandenda, að kistan yrði borin að heimili foreldranna,
og að þar færi fram minningarathöfn á undan sjálfri jarðar-
förinni. Var svo gert, og kistan borin að húsinu Vetrarbraut,
en þar áttu foreldrar hins látna pilts heima.
Eftir jarðarförina spurði ég mág minn Jónas Björnsson,
sem ég vissi að oft hafði séð einkennilegar sýnir við jarðar-
farir og sagt mér frá sumum þeirra, hvort hann hefði ekki
séð neitt við þessa jarðarför.
„Ekki get ég neitað því,“ svaraði Jónas. ,,Ég sá Ásgeir