Morgunn


Morgunn - 01.12.1967, Side 80

Morgunn - 01.12.1967, Side 80
158 MORGUNN Jarðarför Ásgeirs. (Frásögn Jóhannesar Guðmundssonar kennara á Húsavík) Sumarið 1931 andaðist á Kristneshæli piltur frá Húsavík, Ásgeir Pétursson að nafni. Lík hans var flutt til Húsavíkur og jarðað þar. Þessi piltur var bróðursonur konu minnar. Var ég beðinn að flytja ræðu við kistu hans í kirkjunni, og lofaði ég því. Ég var að vísu ekki prestur, en það var engan veginn óalgengt í Þingeyjarsýslum á þeim árum, að leik- menn töluðu í kirkjum við jarðarfarir, og hafði sá siður lengi haldizt norður þar og ekki að fundið. Ég var þá verkstjóri við vegagerð á Vaðlaheiði, en kom til Húsavíkur kvöldið áður en jarðarförin skyldi fram fara. Líkkistan stóð í kirkjunni, hafði verið flutt þangað beint, því ekki voru tök á því, vegna þrengsla, að flytja hana heim til foreldra piltsins, né til að hafa þar húskveðjuathöfn. Hálfri klukkustund áður en útförin átti að hefjast, flutti forsöngvarinn mér þau boð frá sóknarprestinum, séra Knúti Arngrímssyni, að hann hefði afnumið þann sið, að óvígðir menn flyttu útfararræður í kirkjunni. Þessi neitun prestsins kom foreldrum og nánustu ættingjum hins látna ungmennis, og raunar mér líka, mjög á óvart. Fór ég þegar á fund prests- ins. En hann kvað ákvörðun sinni ekki verða breytt, og eng- ar undantekningar þar leyfðar, heldur nú og framvegis látið í því efni eitt yfir alla ganga. Þetta varð til þess, að þegar fólkið hafði safnazt í kirkj- una og athöfnin átti að hefjast, lýsti ég yfir því, að það væri ósk aðstandenda, að kistan yrði borin að heimili foreldranna, og að þar færi fram minningarathöfn á undan sjálfri jarðar- förinni. Var svo gert, og kistan borin að húsinu Vetrarbraut, en þar áttu foreldrar hins látna pilts heima. Eftir jarðarförina spurði ég mág minn Jónas Björnsson, sem ég vissi að oft hafði séð einkennilegar sýnir við jarðar- farir og sagt mér frá sumum þeirra, hvort hann hefði ekki séð neitt við þessa jarðarför. „Ekki get ég neitað því,“ svaraði Jónas. ,,Ég sá Ásgeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.