Morgunn - 01.12.1967, Page 81
MORGUNN
159
heitinn ganga á eftir kistunni alla leiðina úr kirkjunni og
heim að Vetrarbraut. Það var mjög bjart yfir honum og
hann var glaðlegur á svipinn. En eitt þótti mér undarlegt.
Hann gekk aftur á bak alla leiðina og sneri því andlitinu
beint við mér og öllu fólkinu, sem fylgdi.“
Við athugun kom í ljós, að þeir, sem kistuna báru úr
kirkjunni, höfðu ekki gætt þess að snúa kistunni, og var
því höfðagaflinn á undan, er þeir báru hana heim að húsinu
Vetrarbraut, enda kistan borin út úr kirkjunni í nokkru
flaustri. Þessu hygg ég, að fæstir hafi þó veitt athygli þá,
og ekki Jónas heldur, fyrr en hinn látni vakti athygli hans
á því á þennan sérkennilega hátt.
Sálarr annsóknaf élagið
í Hafnarfirði
Þess var getið í síðasta hefti Morguns, að hinn 25. maí s. 1.
hefði verið haldinn í Hafnarfirði stofnfundur Sálarrann-
sóknafélags þar. Fundurinn var fjölsóttur og höfðu um 90
manns óskað að ganga í félagið. Var kosin bráðabirgða-
stjórn til þess að semja uppkast að lögum fyrir félagið og
boða til nýs fundar, þar sem fullgengið yrði frá félagsstofn-
uninni.
Sá fundur var haldinn 15. júní, og höfðu þá enn allmargir
bætzt í félagahópinn. — I stjórn voru kjörnir: Hafsteinn
Björnsson, formaður, Hulda Helgadóttir, ritari, og Oliver
Steinn, gjaldkeri. Varaformaður var kosinn Eiríkur Helga-
son, vararitari Bergljót Sveinsdóttir og meðstjói'nendur þau
Soffía Sigurðardóttir og Óskar Jónsson.
Ætlunin er að halda fundi mánaðarlega í vetur. Var
fyrsti fundurinn haldinn mánudaginn 30. október. Erindi