Morgunn - 01.12.1967, Side 82
160
MORGUNN
fluttu rithöfundarnir Grétar Fells og Elinborg Lárusdóttir,
en Sigfús Haildórsson tónskáld lék á píanó.
Meðlimir félagsins eru þegar orðnir 205, og bætist daglega
við þá tölu, að því er ritari félagsins tjáði mér.
Hinn mikli og sívaxandi áhugi fólks í Hafnarfirði á þess-
um málum er ritstjóra Morguns fagnaðarefni. Ætti hann og
að verða fólki í öði’um kaupstöðum landsins hvatning til þess
að stofna slík félög, og mun S. R. F. 1. vera fúst til að stuðla
að þvi eftir megni, að svo megi verða.
Til lesenda Morguns
Tímaritið Morgunn hefur nú komið út í samfellt 48 ár.
Það hefur flutt, og flytur enn, fjölda greina um sálarrann-
sóknir, dulsálarfræði (parapsychology), merkilega drauma
og dulræn fyrirbæri, auk margs annars efnis. Því er það, að
allir þeir, sem áhuga hafa á þessum málum, ættu að kaupa
þetta rit og lesa það vandlega.
Sýnið kunningjum ykkar og vinum Morgun og leyfið
þeim að kynnast efni því, er hann flytur. Nýir áskrifendur
þurfa ekki annað en senda pöntun og verður þeim þá sent
ritið um hæl. Utanáskriftin er:
TÍMARITIÐ MORGUNN,
GARÐASTRÆTI 8, REYKJAVtK. PÓSTHÓLF 433.
Morgunn kemur út í tveim heftum á ári, alls rúmlega 160
blaðsíður lesmáls, auk auglýsinga, og kostar aðeins kr. 100.00
árgangurinn. Mun hann því vera eitt af allra ódýrustu tíma-
ritum landsins. Eldri árgangar fást á afgreiðslunni með nið-
ursettu verði, á meðan upplag þeirra endist.
Ritsíj.