Morgunn - 01.06.1970, Page 48
42
MORGUNN
né án mistaka, en þó nógu greinilega til þess, að unnt er að
sjá það og mæla með nákvæmum ta'kjum og reikna það út
i tölum. Og þetta er svo efalaust og áreiðanlegt, að það opnar
lrinum óháðu vísindamönnum leið til þess að bæta við æ flciri
og meiri staðreyndum því til staðfestingar.
Einhverju afli er án efa beitt við teninginn, og hlýtur þá
ekki PK eða sálarorkan að vera efnislegt fyrirbæri? Ef til vih
er það mannsheilinn, sem notar efnisorku sina til þess að hafa
áhrif á það hvaða flötur kemur upj) á teningnum. Eða er
þarna um að ræða andlegt, óefniskennt starf sálarinnar, sem
hér orkar á teninginn? Svarið við þeirri spurningu tel ég
vera orðið ljóst af öðrum tilraunum og rannsóknum, sem ég
mun segja frá í næsta kafla þcssarar bókar. Á hvi svari veltur
það, hversu langt sál okkar getur náð inn á svið efnisins, ])að
svið, þar sem heilinn á heima og er hluti af.
Sá framhaldskafli, sem dr. Rhine hér vitnar til, nefnist
Efnið og andinn og er að finna í hinni stórmerku hók hans,
The Reach of the Mind. Ef til vill verður unnt að birta hann
í íslenzkri þýðingu í næsta hefti Morguns — S. V.).