Morgunn


Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 39

Morgunn - 01.12.1973, Blaðsíða 39
HVER VAR FÁST? 117 Fást og Gerlach í borgarplöggum frá byrjun sextándu aldar í Knittlingen. Sveinninn Johannes Fást var greindur vel og gefinn fyrir heilabrot. Hann lærði snemma latínu í skólanum í gamla bæn- um og lauk guðfræðiprófi átján ára gamall. Ekki lét hann sér það samt nægja og fekk því næst læknisréttindi. Hlaut hann síðar svo mikið lof fyrir lækningar sínar, að honum var líkt við hinn fræga Paracelsus. Árið 1509 hlaut hann svo doktorsgráðu í Heidelberg og skaraði þar fram úr sextán öðrum heimspeki- stúdentum. Þvi næst fekk hann fyrir velvild Franz von Sickingen, sem kunnur var fyrir áhuga sinn á dulrænum efn- um, skólameistarastöðu í Kreuznach. En ekki leið á löngu áður en hann varð ber að kynvillu og þvi tafarlaust rekinn úr stöðu sinni. Og tekur þá við hið furðulega farandlif eða flakk hans frá einum stað til annars. Hafði hann þá i för með sér hest og hund sem sýndu kúnstir. Tókst honum aldrei framar að setjast að um kyrrt neins staðar. Það var á þessum flakkárum þar sem honiun skaut upp í ýmsum borgmn, svo sem Anhalt, Jena, Wurzburg, Glenhausen, Innsbruck, Metz og Basle, sem hann gerði hinn illræmda samning sinn við Mefistofeles, hinn djöf- ullega anda, sem hann kallaði jafnan „mág“ sinn, og á að hafa talið hann á að hefja nám í dulspeki við háskólann í Krakov i Póllandi. Árið 1513 ferðaðist svo þessi eirðarlausi fræðimaður aftur frá Póllandi til Wittenberg þar sem hann varð frægur á skömmum tíma, þangað til annað hneyksli flæmdi hann það- an til Erfurt. Þar flutti hann fyrirlestra um Hómer og goða- fræði. I skjali einu frá þeim tíma segir frá því sjálfur stríðs- bróðir Lúthers, Melankton frá Bretten, sem þá var prófessor í grísku í Wittenberg, að hann hafi kynnzt og þekkt mætavel „manninn, sem talaði um svo marga leynda hluti“, eins og þar er komizt að orði. Eins og við mátti búast af Fást galdrameistara voru fyrir- lestrar hans óvenju lifandi um hellensku hetjumar, því hann lét sig ekki muna um það, að láta anda þeirra birtast i rökkvuð- um fyrirlestrasalnum. Á slíkum andafundum ríkti jafnan graf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.