Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 2
2 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR NORÐURLÖND Samstarf Norðurlandanna um utanrík- isþjónustu verður aukið á næstunni, meðal annars með því að norrænu ríkin reki sameiginlegar sendi- skrifstofur eða bjóði sendifulltrúum annarra Norð- urlanda aðstöðu þar sem eitt eða fleiri þeirra hafa nú þegar sendiskrifstofu. Einnig er hugmyndin sú að sendiráð norrænna landa geti veitt íbúum hinna norrænu landanna aðstoð í ríkjum þar sem þau eru ekki með sendifulltrúa. Ákvörðun um þetta var tekin í gær á fundi utan- ríkisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norð- urlandaráðsþing í Reykjavík. Þessar hugmyndir eru byggðar á skýrslu Thorvalds Stoltenberg, fyrr- verandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu á sviði utanríkis- og öryggismála, sem hann afhenti utanríkisráðherrum Norðurlandanna í febrúar á síðasta ári. Á blaðamannafundi ráðherranna í gær sagði Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, að skýrsla Stoltenbergs væri mikilvægt framlag til umræðu um samstarf Norðurlandanna. Á henni yrði byggt í mörgum atriðum til framtíðar. Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir um samstarf Norðurlandanna á fleiri sviðum, meðal annars í öryggismálum. - gb Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammála um að auka samstarf ríkjanna: Sendiráð ríkjanna verði samnýtt UTANRÍKISRÁÐHERRAR NORÐURLANDANNA Össur Skarphéð- insson, Jonas Gahr Støre frá Noregi, Lene Espersen frá Dan- mörku, Alexander Stubb frá Finnlandi og Carl Bildt frá Svíþjóð á blaðamannafundi á Grand Hotel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið og tryggingafélagið Vörður hafa ekki lokið samningum um upp- gjör vegna bruna Hótels Valhall- ar á Þingvöllum í júlí 2009. Brunabótamat byggingarinnar var ríflega 270 milljónir króna en óvíst er hver endanleg bótafjár- hæð verður. Þingvallanefnd legg- ur mikla áherslu á að bótaféð skili sér austur í þjóðgarðinn. Bæturn- ar verða jafnvel aðeins um 230 milljónir vegna afsláttarákvæða og hugsanlega enn minna, verði miðað við metið markaðsverð. „Við vitum öll að þegar ríkis- sjóður er rekinn með jafn mikl- um halla og hann er núna þiggja menn alla peninga sem kunna að koma, hvort heldur eru trygg- ingabætur eða annað. Við vilj- um aðeins árétta að þessir fjár- munir nýtist til þess sem er verið að bæta með þeim og fari til uppbyggingar í þjóðgarðinum,“ skýrir Álfheiður Ingadóttir, for- maður Þingvallanefndar, afstöðu nefndarinnar. Sigurður Óli Kolbeinsson, yfir- maður tjónadeildar hjá Verði, bendir á að í lögum segi að bætur megi aðeins greiða til að gera við húseign sem skemmst hefur við bruna eða til endurbyggingar. „Tryggingafélögum er óheimilt að borga bætur nema í samræmi við framvindu á endurbótum eða endurbyggingu þess sem brann. Þá þarf að liggja fyrir að einhver ætli að byggja aftur. En síðan segir að vátryggjanda sé heim- ilt að veita undanþágu frá bygg- ingarskyldu að höfðu samráði við skipulagsyfirvöld – gegn því skil- yrði að fimmtán prósent dragist frá bótafjárhæð reyndar,“ útskýr- ir Sigurður Óli og bendir á að ekk- ert liggi fyrir um hvort hótelið verði endurbyggt. Lögin kveði á um að byggja eigi hús á sama stað og í sömu mynd til að fá bætur – þótt heimilt sé að veita undanþágu frá byggingarskyldunni eins og fyrr segir. Álfheiður Ingadóttir segir alls ekki búið að slá það út af borðinu að endurbyggja á Valhallarreitn- um. Sumir telji staðinn og þjónust- una þar jafnvel hafa verið hjarta þjóðgarðsins. „Ég tel að það sé enginn flötur á þessum fimmtán prósenta afslætti enda veit ég ekki af hverju menn ættu að gefa sér að það verði ekki byggt – það hefur engin ákvörðun verið tekin um að gera það ekki,“ segir Álfheiður, sem kveðst búast við að Þingvallanefnd gangi form- lega frá hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í þjóðgarðinum á næsta fundi sínum. gar@frettabladid.is Ósamið um fébætur fyrir Hótel Valhöll Tryggingabætur vegna bruna Hótels Valhallar eru ófrágengnar. Brunabótamat var 270 milljónir. Tryggingafélagið vill 15 prósenta afslátt verði húsið ekki byggt á sama stað. Það er alveg óákveðið. Hugmyndasamkeppni er í burðarliðnum. HÓTEL VALHÖLL Þjóðgarðurinn á Þingvöllum missti mikið úr innviðum sínum þegar Hótel Valhöll brann 9. júlí í fyrra, segir Þingvallanefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Ragnar H. Hall, verj- andi Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, sakar sérstakan saksóknara um að hafa hlerað síma skjólstæð- ings síns án lögmætrar heim- ildar við rannsókn svokallaðs Exeter-máls. Það hafi verið gert að undirlagi Evu Joly, sem hafi í hvívetna mælt fyrir um óhefð- bundnar rannsóknaraðferðir við ráðgjöf sína hjá saksóknara. Þetta kom fram þegar tekist var á um frávísunarkröfu sak- borninganna í málinu fyrir héraðsdómi í gær. Björn Þorvaldsson saksóknari hafnaði alfarið frávísunarkröf- unni, sagði fráleitt að Eva Joly hefði haft „alræðisvald“ yfir embættinu eða spillt málinu og að sakborningar hefðu á tíma meints brots átt að gera sér grein fyrir stöðunni. Þeir hefðu verið að koma sér undan ábyrgð- um þegar bankarnir voru að falla. - sh Exeter-málið fyrir dómi: Segir hleranir ólögmætar UMHVERFISMÁL Tvö erlend flutn- ingaskip sem voru meðal annars með hættulegan úrgang um borð biðu af sér váleg veður fyrir sunnan land í fyrrinótt. Um borð voru nokkrir gámar sem innihéldu meðal annars úraníum hexaflúoríð, sem er geislavirkt efni sem notað er við framleiðslu á eldsneyti fyrir kjarnakljúfa og kjarnavopn. Að sögn vaktstjóra Landhelgis- gæslunnar var Gæslunni kunnugt um farminn, en ekki var mikil hætta á ferðum. Trygginga félög skipanna vildu að skipin biðu af sér veðrið, sem þau og gerðu, 30 mílur út af suðurströndinni. - þj Úrgangur í erlendum skipum: Biðu í vari við Íslandsstrendur Sigurður, er ekki að minnsta kosti ástæðulaust að leyfa blindflug yfir Þingvöllum? „Jú, væri það ekki svolítið tilgangs- laust flug yfir Þingvöllum?“ Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður hefur lagt til í Þingvallanefnd að reglur verði settar um flug yfir friðlandinu. Mikið er um útsýnisflug yfir þjóðgarðinum. 1898 1929 2002 2009 Hótel Valhöll rís, byggt á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið flutt á endan- legan stað og stækkað fyrir Alþingishátíðina árið 1930. Hótel Valhöll kemst í ríkiseigu. Hótel Valhöll brennur til grunna. Valhöll í tímans rás MENNING Norðurlandaráð afhenti í gær verðlaun fyrir afrek á sviðum bókmennta, kvikmynda- gerðar og tónlistar og í fyrsta sinn voru Norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin veitt. Hin finnska Sofi Oksanen fékk bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Hreinsun, Lasse Thoresen fékk tónlistarverðlaunin og Dan- irnir Thomas Vinterberg, Tobias Lindholm og Morten Kaufmann fengu verðlaun fyrir kvikmynd sína Submarino. Þá deildu þrír norrænir bank- ar með sér náttúru- og umhverfis- verðlaununum fyrir sjálfbæra bankastarfsemi. - þj Hátíðarhöld Norðurlandaráðs: Verðlaun veitt fyrir ýmis afrek VERÐLAUNAHAFI Helgi Hjörvar afhendir Lasse Thoresen tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs. MYND/NORDEN.ORG SAMGÖNGUR Þrjátíu umferðar- óhöpp urðu í umferðinni í höfuð- borginni á milli klukkan tvö og hálf tíu í gær. Árekstrarnir voru misalvarlegir en meiðsli öku- manna og farþegar minni hátt- ar. Í tveimur tilvikum hlaut fólk óveruleg meiðsli. „Bílarnir voru margir vanbún- ir, ökumenn ekki viðbúnir snjó- komu,“ segir Ólafur Á. Knútsson, varðstjóri í umferðardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. - jab Þrjátíu óhöpp í umferðinni: Margir bílar voru vanbúnir NÁTTÚRA Engin merki sáust um eldsumbrot þegar sérfræðingar á sviði jarðvísinda og vatnamælinga flugu yfir Grímsvötn og Skeiðar- ársand í gær. Í þessu könnunar- flugi með TF Sif, flugvél Land- helgisgæslunnar, var verið að skoða aðstæður eftir að mælar Veðurstofunnar höfðu sýnt tals- verðan óróa í fyrrinótt. Þó kom í ljós að ís virðist hafa hrunið niður í einum sigkatli við Grímsfjall. Hlaup úr Grímsvötnum í Gígju- kvísl virtist einnig hafa náð hámarki þar sem útlit var fyrir að allt vatn væri runnið úr Gríms- vötnum og jarðhræringar gáfu ekki til kynna að eldgos væri yfir- vofandi í gærkvöldi. Takmarkaðar skemmdir hafa orðið í hlaupinu, sem hófst á sunnudag. Vatnsflæðið er talið hafa verið nálægt 3.000 rúmmetr- um þegar hlaupið náði hámarki sínu. Einu skemmdirnar sem hlutust af hlaupinu var þegar ísjaki braut niður háspennumastur sem varð til þess að rafmagnslaust var um hríð í nærsveitum. -þj Ekkert bendir til þess að eldsumbrot séu yfirvofandi í Grímsvötnum eftir könnunarflug í gær: Hlaupið í Gígjukvísl hefur náð hámarki HORFT OFAN Í SIGKETIL Engin merki sáust um eldsumbrot þegar vísindamenn flugu yfir Grímsvötn í gær. Þó kom í ljós að ís virðist hafa hrunið niður í einum sigkatli við Grímsfjall. MYND/LANDHELGISGÆSLAN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.