Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 6
6 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Þessi vaxtaákvörðun markar viss söguleg tímamót,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar hann kynnti vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar bankans í gær og benti á að virkir vextir Seðlabankans væru nú nálægt 4,6 prósentum. „Þetta eru lægstu vext- ir Seðlabanka Íslands frá upphafi.“ Að sögn Más liggja fyrir full- komnar tímaraðir stýrivaxta í bankanum allt aftur til ársins 1987. „Og væntanlega er það líka lægra en var fyrir þann tíma af því að þá var verðbólga minni.“ Þá kom fram í máli hans að áður hefðu vext- ir bankans verið lægstir í febrúar 2003, þegar þeir voru 5,2 prósent, og í mars 1994 þegar þeir voru 5,1 prósent. Peningastefnunefndin ákvað að lækka vexti bankans um 0,75 pró- sentustig (75 punkta). „Vextir á við- skiptareikningum innlánsstofnana lækka í fjögur prósent og hámarks- vextir á 28 daga innstæðubréfum í 5,25 prósent. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 5,5 prósent og daglánavextir í sjö prósent,“ sagði Már. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar kemur fram að verðbólga hafi áfram minnkað í september og október, þegar ársverðbólga mæld- ist 3,3 prósent. Slaki í þjóðarbú- skapnum, lækkandi verðbólguvænt- ingar og gengishækkun krónunnar eru sögð styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Seðlabankinn birti jafnframt reglubundna þjóðhagsspá í ritinu Peningamálum. Samkvæmt spánni verður þróttur innlends efnahags- lífs í ár og á næsta ári heldur minni en bankinn spáði í ágúst. Í kynn- ingu Þórarins G. Péturssonar aðal- hagfræðings kom fram að útflutn- ingsdrifnum hagvexti væru veruleg takmörk sett. Þrátt fyrir ágæt ytri skilyrði væri gert ráð fyrir „frek- ar slökum“ vexti útflutningsþjón- ustu, því bankinn gerði ráð fyrir litlum vexti í bæði sjávarútvegi og álútflutningi. „Þetta gerir að verk- um að við eigum mjög erfitt með að vaxa út úr þessari kreppu í gegn- um útflutning án þess að komi til frekari fjárfestingar,“ sagði hann. Bankinn gerir í spá sinni enn ráð fyrir seinkun á álveri í Helguvík. Það gerir að verkum að í stað 14 prósenta vaxtar í stóriðjufjárfest- ingum á þessu ári verði vöxturinn fjögur prósent og 19 prósent í stað 77 prósenta á næsta ári. Seðlabank- inn gerir eigi að síður ráð fyrir að efnahagsbati hefjist á seinni hluta ársins. olikr@frettabladid.is STÝRIVAXTAÁKVÖRÐUN KYNNT Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnir vaxta- ákvörðun peningastefnunefndar. Honum á hægri hönd sitja Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Seðlabankavextir aldrei verið lægri Seðlabankinn gerir ráð fyrir dræmum vexti í útflutningi sjávarfangs og áls. Vöxum ekki úr kreppunni í gegnum útflutning án frekari fjárfestingar, segir aðalhagfræðingur bankans. Stýrivextir voru í gær lækkaðir um 75 punkta. EFNAHAGSMÁL Efnahagsbati hér á landi verður drifinn af einkaneyslu og fjárfestingu, ekki af útflutn- ingi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Seðla- banka Íslands. Bankinn gerir ráð fyrir að efna- hagsbati hafi hafist á þriðja fjórð- ungi þessa árs með vexti lands- framleiðslu. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á loka- fjórðungi ársins. „Gangi þetta eftir lýkur samdráttarskeiðinu á þriðja ársfjórðungi, eftir að hafa staðið í tvö og hálft ár,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á kynningar- fundi bankans í gær. Hann benti á að samdrátt- arskeiðið hér væri það lengsta meðal helstu iðn- ríkja. Spá bank- ans gerir ráð fyrir því að sam- dráttur á öðrum ársfjórðungi verði minni en ráð er fyrir gert í óendurskoðuðum tölum Hagstofu Íslands, 6,9 prósent í stað 8,4 prósenta. Spáin er nokkurri óvissu háð og benti Þórarinn á að meðal þess sem hægt gæti á bata væri bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata, dræm- ari aukning einkaneyslu vegna skuldsetningar heimila, frekari tafir í orkutengdum fjárfestingum og ef launahækkanir í komandi kjarasamningum yrðu umfram það sem samrýmdist verðstöðugleika. Hækkanir umfram 3,5 til 4,5 pró- sent sagði Þórarinn meiri en svo að samrýmdust stöðugleikanum. Þær myndu á endanum leiða til verð- bólgu eða aukins atvinnuleysis. - óká ÞÓRARINN G. PÉTURSSON Launahækkanir umfram 3,5 til 4,5 prósent myndu ógna stöðugleika: Lengsta samdráttarskeiðinu að ljúka Kitlar bragðlaukana Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is SAMGÖNGUR Töluverður munur var á fararskjótum borgarstjóra Reykjavíkur og forseta Íslands þegar þeir heimsóttu báðir Folda- skóla á þriðjudag. Þar var hald- inn kynningarfundur fyrir For- varnadaginn sem haldinn var í grunnskólum landsins í gær. Forsetinn var á eðalbíl af Lexus- gerð, en sá gengur á svokölluðu hybrid-kerfi, þar sem hann er bæði knúinn rafmagni og elds- neyti. Bíllinn er rúmir fimm metr- ar á lengd og tæp 2 tonn á þyngd. Borgarstjóri var hins vegar á rafknúinni bifreið af gerðinni Reva, sem er einungis um 2,5 metrar á lengd og vegur um 500 kíló. Þarna eru sannarlega tveir afar ólíkir bílar, en báðir umhverfis- vænir. - þj Forseti lýðveldisins og borgarstjórinn velja sér mismunandi fararskjóta: Misstórir en báðir eru grænir STÓRI OG LITLI Forseti og borgarstjóri mættu á misstórum bílum í heimsókn í Folda- skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Seðlabankinn lækkaði vexti sína meira en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir, segir í umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Mestu hafi ráðið að verðbólga hafi hjaðnað hraðar og hagvöxtur fari hægar í gang en áður hafi verið talið. Greiningardeildin spáir því að á fundi sínum í desember verði vextir lækkaðir um 50 til 75 punkta til viðbótar. Væntingar minni EFNAHAGSMÁL Gífurlegur árangur hefur verið af samstarfi stjórn- valda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), að mati Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra. Þetta kom fram á vaxtaákvörðunarfundi bankans í gær. Már taldi ólíklegt að án sam- starfsins hefði náðst sá árangur að ná stöðugleika í hagkerfinu og eytt óvissu um að ríkissjóður fái staðið við erlendar skuldbindingar sínar. Már taldi að nýlegar yfirlýsingar forsætisráðherra um endurskoðun á samstarfinu við AGS með það fyrir augum að draga úr niður- skurði ríkisútgjalda rúmuðust innan reglubundinnar endurskoð- unar samstarfsins. Sendinefnd AGS fundar þessa dagana með stjórnvöldum um fjórðu endurskoð- un á efnahagsáætlun Íslands. - óká Endurskoðun innan ramma: Enginn stöðug- leiki án AGS INDÓNESÍA, AP Meira en 70 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldgoss í Merapi-eld- fjallinu í Indónesíu. Rýmingar- svæðið var stækkað í gær eftir miklar sprengingar í fjallinu. Eldfjallið spúði glóandi hrauni marga kílómetra í loft upp í um klukkustund í gær, eftir að hafa gosið stöðugt í rúma viku. Nokk- ur yfirgefin heimili brunnu til grunna vegna eldglæringa frá fjallinu, sem er eitt af virkustu eldfjöllum heims. Ekkert hefur heyrst um hvort einhver slasaðist eða lést af völd- um eldgossins í gær. Alls hafa 38 látist í hamförunum. - bj Miklar sprengingar í eldfjalli: Meira en sjötíu þúsund á flótta Á FLÓTTA Fjöldi fólks ók í öskuskýi til að flýja eldfjallið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóð- ur frestar nauðungarsölum hjá fólki sem óskar eftir því og reyn- ir að koma í veg fyrir nauðungar- sölu. Nóg er að gera slíkt símleið- is. Staðfesting frá umboðsmanni skuldara dugar til að fresta upp- boði á fasteignum. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði sem send var út í kjölfar umfjöll- unar fjölmiðla um fjölda nauð- ungarsala kemur fram að ekki sé óeðlilegt að hann eigi meirihluta uppboðsbeiðna, sjóðurinn eigi allt upp undir sextíu prósent fast- eignaveða í landinu. - jab Samningaleiðin er mikilvæg: Hafna aldrei fresti á uppboði SVEITARSTJÓRNIR Staða atvinnu- lausra á Ströndum er að batna eilítið því sveitarstjórn Stranda- byggðar hefur lagt til að atvinnu- leitendur í sveitarfélaginu fái frítt í sundlaugina, þreksal og opna íþróttatíma í íþróttahúsinu á Hólmavík. „Víða um land stuðla sveitarfé- lög að virkni þeirra sem standa frammi fyrir atvinnuleysi með fríu eða niðurgreiddu aðgengi að sundlaugum og íþróttamann- virkjum,“ segir í bókun sveitar- stjórnarinnar um málið. - gar Stutt við atvinnuleitendur: Fá frítt í sund og í íþróttatíma KJÖRKASSINN Ert þú hlynnt/ur því að Norður- lönd sameinist í eitt ríki? Já 58,3% Nei 41,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að fylgjast með þjóð- fundinum um helgina? DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan mann fyrir ýmis brot, þar á meðal hættubrot í bifreið og tvær líkamsárásir. Manninum er gefið að sök að hafa að næturlagi í nóvember á síðasta ári gripið í innanvert læri ökumanns og slökkt aðalljós bif- reiðarinnar sem hann var í með þeim afleiðingum að ökumaðurinn misst stjórn á bílnum. Sá ákærði er þar með talinn hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins og þriggja far- þega í bifreiðinni í hættu á ófyrir- leitinn hátt. Atvikið átti sér stað á Norðfjarðarvegi milli Reyðarfjarð- ar og Eskifjarðar. Þá er maðurinn ákærður fyrir að leggja með hnífi til tveggja manna í bílnum. Auk þessa er manninum gefinn að sök ölvunarakstur og brot gegn valdstjórninni. Í síðarnefnda til- vikinu hótaði hann lögreglumönn- um ítrekað að beita þá ofbeldi. - jss Stofnaði lífi fólks í hættu: Greip í læri og slökkti ljósin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.